30 sep. 2005Brynjar Brynjarsson fyrrum unglingalandsliðsmaður og leikmaður Hauka, sem lengi hefur búið í Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn aðalþjálfari Marshalltown Junior College í Iowa í Bandaríkjunum. Brynjar var áður aðstoðarþjálfari við skólann, en var ráðinn aðalþjálfari þegar fyrirrennari hans færði sig um set til að þjálfari í Kaliforníu. Lið Marshalltown þykir afar sterkt og margir leikmenn þaðan hafa komist áfram í góða skóla í NCAA. Vonandi getum við fylgst með gangi mála Brynjari og lærisveinum hans á komandi keppnistímabili, en Brynjar er fyrsti íslenski körfuboltaþjálfarinn sem ráðinn er sem aðalþjálfari háskólalið í Bandaríkjunum.
Brynjar ráðinn þjálfari háskólaliðs í USA
30 sep. 2005Brynjar Brynjarsson fyrrum unglingalandsliðsmaður og leikmaður Hauka, sem lengi hefur búið í Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn aðalþjálfari Marshalltown Junior College í Iowa í Bandaríkjunum. Brynjar var áður aðstoðarþjálfari við skólann, en var ráðinn aðalþjálfari þegar fyrirrennari hans færði sig um set til að þjálfari í Kaliforníu. Lið Marshalltown þykir afar sterkt og margir leikmenn þaðan hafa komist áfram í góða skóla í NCAA. Vonandi getum við fylgst með gangi mála Brynjari og lærisveinum hans á komandi keppnistímabili, en Brynjar er fyrsti íslenski körfuboltaþjálfarinn sem ráðinn er sem aðalþjálfari háskólalið í Bandaríkjunum.