26 sep. 2005Danir, sigurvegararnir í riðli Íslands (A-riðli) í B-deild Evrópukeppni landsliða, tryggðu sér sæti í A-deild Evrópukeppninnar að ári, eftir tvo leiki við Íra sem sigruðu í B-riðli. Írar sigruðu á sínum heimavelli með 14 stigum en nú á laugardaginn tóku svo Danir á móti Írum í Árósum og að loknum venjulegum leiktíma þar leiddu Danir með 14 stigum. Því þurfti að framlengja leikinn og að lokum sigruðu Danir með 16 stigum, [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/cid_SbGnUV12IgwUcAUu7UmfU1.pageID_Tw3b5iaSGMcQoW9fHJDFl0.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2005.roundID_3784.teamID_.gameID_3784-1-B-2.html[v-]86-70[slod-]. Christian Drejer átti hreint út sagt stórkostlegan leik og skoraði 39 stig auk þess að vera skráður fyrir 8 fráköstum, 3 stolnum boltum og 3 stoðsendingum. Í lok venjulegs leiktíma þegar mikið lá við skoraði hann nokkrar ótrúlegar þriggja stiga körfur. Íslendingar áttu sína fulltrúa í leiknum en Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leikinn með prýði og Rúnar Gíslason stýrði skotklukkunni. Áhugasamir geta kíkt á frétt [v+]http://politiken.tv/VisArtikel.iasp?PageID=384103&ExtID=248[v-]Politiken TV[slod-] um leikinn. Það verða Makedónar sem fylgja Dönum í A deildina en þeir unnu Austurríkismenn tvisvar. Niður í B deild koma svo Pólverjar og Hollendingar.