25 sep. 2005Grikkir eru Evrópumeistarar í körfuknattleik eftir 78-62 sannfærandi sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Belgrad í kvöld. Þetta er fyrsti Evrópumeistarartitill þeirra síðan 1987. Grikkir unnu leikinn á liðsheildinni og samvinnu leikmanna, sterkri vörn og frábærri hittni utan af velli og 20 þúsund áhorfendur í Belgrad, sem flestir voru á bandi Grikkja, ærðust af fögnuði. Theodoran Papaloukas var stigahæstur Grikkja með 22 stig og 6 stoðsendingar, en Dirk Nowitzki var sem fyrr stigahæstur Þjóðverja með 23 stig og 9 fráköst. Nowitzki var valinn besti leikmaður keppninnar af íþróttafréttamönnum. Frakkar tryggði sér bronsverðlaunin á mótinu er þeir gjörsigruðu Spánverja 98-63 fyrr í kvöld. Tony Parker fór fyrir Frökkum með 25 stig og 5 stoðsendingar. Nánar á [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp?[v-]vef mótsins[slod-]. mt: Grikkir fagna EM sigrinum í kvöld.
Grikkir Evrópumeistarar
25 sep. 2005Grikkir eru Evrópumeistarar í körfuknattleik eftir 78-62 sannfærandi sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Belgrad í kvöld. Þetta er fyrsti Evrópumeistarartitill þeirra síðan 1987. Grikkir unnu leikinn á liðsheildinni og samvinnu leikmanna, sterkri vörn og frábærri hittni utan af velli og 20 þúsund áhorfendur í Belgrad, sem flestir voru á bandi Grikkja, ærðust af fögnuði. Theodoran Papaloukas var stigahæstur Grikkja með 22 stig og 6 stoðsendingar, en Dirk Nowitzki var sem fyrr stigahæstur Þjóðverja með 23 stig og 9 fráköst. Nowitzki var valinn besti leikmaður keppninnar af íþróttafréttamönnum. Frakkar tryggði sér bronsverðlaunin á mótinu er þeir gjörsigruðu Spánverja 98-63 fyrr í kvöld. Tony Parker fór fyrir Frökkum með 25 stig og 5 stoðsendingar. Nánar á [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp?[v-]vef mótsins[slod-]. mt: Grikkir fagna EM sigrinum í kvöld.