24 sep. 2005Undanúrslitaleikur Þjóðverja og Spánverja varð ekki síður spennandi en viðureign Grikkja og Frakka fyrr í kvöld. Aftur varð það skot á síðustu sekúndu leiksins sem réð úrslitum. Að þessu sinni varð það NBA-stjarna Þjóðverja sem reyndist betri en enginn þegar skot hans frá endalínunni rataði rétta boðleið og kom Þjóðverjum yfir 74-73. Nowitzki skoraði 27 stig í leiknum og var með 7 fráköst og bar þýska liðið á herðum sér í enn einum leiknum í mótinu. Navarro, sem komið hafði Spánverjum yfir þega 14 sekúndur voru til leiksloka, var stigahæstur í spænska liðinu með 27 stig. Það verða því Grikkir og Þjóðverjar sem mætast í úslitaleik mótsins á morgun. Þjóðverjar hafa ekki komist í úrslit EM síðan 1993. Nánar [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp[v-]á vef mótsins[slod-].
Nowitzki skaut Þjóðverjum í úrslit
24 sep. 2005Undanúrslitaleikur Þjóðverja og Spánverja varð ekki síður spennandi en viðureign Grikkja og Frakka fyrr í kvöld. Aftur varð það skot á síðustu sekúndu leiksins sem réð úrslitum. Að þessu sinni varð það NBA-stjarna Þjóðverja sem reyndist betri en enginn þegar skot hans frá endalínunni rataði rétta boðleið og kom Þjóðverjum yfir 74-73. Nowitzki skoraði 27 stig í leiknum og var með 7 fráköst og bar þýska liðið á herðum sér í enn einum leiknum í mótinu. Navarro, sem komið hafði Spánverjum yfir þega 14 sekúndur voru til leiksloka, var stigahæstur í spænska liðinu með 27 stig. Það verða því Grikkir og Þjóðverjar sem mætast í úslitaleik mótsins á morgun. Þjóðverjar hafa ekki komist í úrslit EM síðan 1993. Nánar [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp[v-]á vef mótsins[slod-].