24 sep. 2005Grikkir tryggðu sér nú rétt í þessu sæti í úrslitaleik Evrópumótins landsliða með eins stigs sigri á Frökkum 67-66 í undanúrslitum keppninnar. Nú fer senn að hefjast leikur Þjóðverja og Spánverja í undanúrslitum. Spánverjar lögðu Króata í 8-liða úrslitum í gær í miklum stigaleik 101-85, þar sem heitt var í kolunum. Í leikjum tapliða 8-liða úrslita í dag var leikið um réttinn til að leika um 5. sætið. Litháar og Slóvenar höfðu betur í leikjum sínum og leika um 5. sætið á morgun. Þjóðirnar hafa báðar tryggt sér sæti í næstuheimsmeistarakeppni. Lithár lögðu Rússa 89-78 og Slóvenar sigruðu Króata 89-80. Það verða því Rússar og Króatar sem munu leika um 7. sætið á EM á morgun. Frakkar og tapliðið úr undanúrslitaleik Þjóðverja og Spánverja munu leika um 3. sætið. Nánar á [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp[v-]vef keppninnar[slod-].