20 sep. 2005KKÍ hefur gefið út endanlega niðurröðun leikja fyrir keppnistímabilið 2005-2006. Niðurröðun hverrar deildar eða flokks er að finna hér til hægri á vefnum. Úrvalsdeild karla hefst 13. október, en dagana þar á undan hefst keppni í 1. deild karla og kvenna, unglingaflokki karla og kvenna og drengjaflokki. Meistarakeppnin verður leikið 9. október og verða leikirnir að þessu sinni í Keflavík á heimavelli Íslandsmeistaranna í karla og kvennaflokki. Keppni í 2. deild deild karla hefst um miðjan október í flestum riðlum, en einstaka leikir eru fyrr og sömu sögu er einnig að segja um 2. deild kvenna. Í 2. deild karla A-5 á suðurlandi bættist við nýtt félag, Sindri frá Höfn, þegar verið var að ljúka við niðurröðun leikjanna og því er dagskrá leikja í þeim riðli ekki tilbúin. Keppni í drengaflokki er tvískipt í ár. Sex félög leika í A-riðli og sjö í B-riðli og eru riðlarnir nokkuð styrkleikaskiptir. Í 8-liða úrslitakeppni komast öll félögin í A-riðli ásamt tveimur efstu félögum B-riðils. mt: Keflavíkingar hefja titilvörnina í Seljaskóla 13. okt., en þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson í vörn gegn Eiríki Önundarsyni, en þessir kappar verða meðal leikreyndustu leikmanna deildarinnar í vetur.
Endanleg niðurröðun leikja gefin út
20 sep. 2005KKÍ hefur gefið út endanlega niðurröðun leikja fyrir keppnistímabilið 2005-2006. Niðurröðun hverrar deildar eða flokks er að finna hér til hægri á vefnum. Úrvalsdeild karla hefst 13. október, en dagana þar á undan hefst keppni í 1. deild karla og kvenna, unglingaflokki karla og kvenna og drengjaflokki. Meistarakeppnin verður leikið 9. október og verða leikirnir að þessu sinni í Keflavík á heimavelli Íslandsmeistaranna í karla og kvennaflokki. Keppni í 2. deild deild karla hefst um miðjan október í flestum riðlum, en einstaka leikir eru fyrr og sömu sögu er einnig að segja um 2. deild kvenna. Í 2. deild karla A-5 á suðurlandi bættist við nýtt félag, Sindri frá Höfn, þegar verið var að ljúka við niðurröðun leikjanna og því er dagskrá leikja í þeim riðli ekki tilbúin. Keppni í drengaflokki er tvískipt í ár. Sex félög leika í A-riðli og sjö í B-riðli og eru riðlarnir nokkuð styrkleikaskiptir. Í 8-liða úrslitakeppni komast öll félögin í A-riðli ásamt tveimur efstu félögum B-riðils. mt: Keflavíkingar hefja titilvörnina í Seljaskóla 13. okt., en þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson í vörn gegn Eiríki Önundarsyni, en þessir kappar verða meðal leikreyndustu leikmanna deildarinnar í vetur.