19 sep. 2005Dirk Nowitzki tryggði Þjóðverjum eins stig sigur á Rússum með þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru eftir af leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í gær. Lokatölur 51-50. Þjóðverjar mæta Tyrkjum í leik um sæti í 8-liða úrslitum á morgun. Nowitzki skoraði síðustu 11 stig Þjóðverja í leiknum og var alls með 24 stig og 19 fráköst. Andrei Kirilenko var með 12 stig, 7 fráköst og 8 stolna bolta fyrir Rússa sem enduðu í efsta sæti A-riðils þrátt fyrir tapið. Leikir um sæti í 8-liða úrslitum á EM fara fram á morgun, þriðjudag. Nánar [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp?[v-]á vef mótsins[slod-].
Nowitzki tryggði Þjóðverjum sigur á Rússum
19 sep. 2005Dirk Nowitzki tryggði Þjóðverjum eins stig sigur á Rússum með þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru eftir af leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í gær. Lokatölur 51-50. Þjóðverjar mæta Tyrkjum í leik um sæti í 8-liða úrslitum á morgun. Nowitzki skoraði síðustu 11 stig Þjóðverja í leiknum og var alls með 24 stig og 19 fráköst. Andrei Kirilenko var með 12 stig, 7 fráköst og 8 stolna bolta fyrir Rússa sem enduðu í efsta sæti A-riðils þrátt fyrir tapið. Leikir um sæti í 8-liða úrslitum á EM fara fram á morgun, þriðjudag. Nánar [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp?[v-]á vef mótsins[slod-].