17 sep. 2005Ákveðið hefur verið að endurvekja kvennakörfuna innan [v+]http://www.valur.is/main/index.asp?d=3[v-]Vals[slod-] og fyrsta skrefið í þá átt er að bjóða upp á æfingar í minnibolta stúlkna fyrir 12 ára og yngri. Þá hefur Stjarnan í Garðabæ hafið æfingar fyrir 7-8 ára stelpur. Signý Hermannsdóttir hefur verið ráðin þjálfri stúlknaboltans og eru æfingatímarnir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-17:00. Æfingarnar munu fara fram í íþróttahúsi Austurbæjarskóla og er fyrsta æfingin á fimmtudaginn n.k. [v+]Stelpa_karfa.jpg[v-]Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar[slod-] býður nú stúlkum á aldrinum 7-8 ára að æfa körfuknattleik. Þjálfari er Gjorgji Dzolev en hann mun leika með meistaraflokk Stjörnunnar í 1. deild í vetur. Æft er á miðvikudögum frá kl. 14-15 í litla sal í Ásgarði og á sunnudögum frá kl. 12:30-13:30 í sama sal. Þá er sérstak átak í ganga hjá KFÍ á Ísafirði til að fá fleiri stepur til að æfa körfubolta. Framtak þessara þriggja félaga er til eftirbreytni, því körfubolti er fyrir alla, bæði stráka og stelpur.