16 sep. 2005Í kvöld, föstudagskvöld, hefst úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2005, Eurobasket 2005. Alls taka 16 þjóðir þátt í keppninni, sem hefst með keppni í fjórum riðlum. Keppninni lýkur með úrslitaleik þann 25. september nk. Í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, var haldin glæsileg og tilfinningaþrungin setningarathöfn í Belgrad. George Vassilakopoulos forseti FIBA Europe færði Borislav Stankovic heiðursforseta alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA, gjöf vegna margra áratuga starf í þágu körfuboltans um allan heim. Vassilakopoulos bauð síðan Stankovic, sem er Serbi, óvænt og óundirbúið að setja mótið. [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp[v-]Á vef mótsins[slod-] kemur fram að Stankovic hafi hrærður þegar hann setti mótið. Fyrstu leikirnir eru í dag en þá mætast: Þýskaland - Ítalía og Rússland - Úkraína í A-riðli. Króatía - Búlgaría og Tyrkland - Litháen í B-riðli. Slóvenía - Bosnía og Frakkland - Grikkland í C-riðli. Lettland - Ísrael og Serbía - Spánn í D-riðli.
Úrslit Evrópumóts landsliða að hefjast
16 sep. 2005Í kvöld, föstudagskvöld, hefst úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2005, Eurobasket 2005. Alls taka 16 þjóðir þátt í keppninni, sem hefst með keppni í fjórum riðlum. Keppninni lýkur með úrslitaleik þann 25. september nk. Í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, var haldin glæsileg og tilfinningaþrungin setningarathöfn í Belgrad. George Vassilakopoulos forseti FIBA Europe færði Borislav Stankovic heiðursforseta alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA, gjöf vegna margra áratuga starf í þágu körfuboltans um allan heim. Vassilakopoulos bauð síðan Stankovic, sem er Serbi, óvænt og óundirbúið að setja mótið. [v+]http://www.eurobasket2005.com/en/default.asp[v-]Á vef mótsins[slod-] kemur fram að Stankovic hafi hrærður þegar hann setti mótið. Fyrstu leikirnir eru í dag en þá mætast: Þýskaland - Ítalía og Rússland - Úkraína í A-riðli. Króatía - Búlgaría og Tyrkland - Litháen í B-riðli. Slóvenía - Bosnía og Frakkland - Grikkland í C-riðli. Lettland - Ísrael og Serbía - Spánn í D-riðli.