15 sep. 2005Senn líður að því að Íslandsmótið 2005-2006 hefjist, en það verður nánar til tekið um næstu mánaðarmót. Mótið hefst með fjölliðamótum í 9. flokki karla og 8. flokki kvenna. dagana þar á eftir hefst keppni í hinum ýmsu flokkum og deildum, en Intersport-deildin hefst 13. október. Alls taka 31 félag þátt í yngri flokkunum í ár, en tvö bætast við frá því í fyrra. Nýju félögin eru Hekla frá Hellu og Sindri frá Höfn í Hornafirði. Niðurröðun í fyrstu fjölliðmót yngri flokkanna er væntanleg á næstu dögum og verður hún kominn hér á vefinn um leið og hún er tilbúin og reyndar fyrr óstaðfest. mt: Úr fjölliðamóti í fyrravetur.
Tvö ný félög í Íslandsmót yngri flokkanna
15 sep. 2005Senn líður að því að Íslandsmótið 2005-2006 hefjist, en það verður nánar til tekið um næstu mánaðarmót. Mótið hefst með fjölliðamótum í 9. flokki karla og 8. flokki kvenna. dagana þar á eftir hefst keppni í hinum ýmsu flokkum og deildum, en Intersport-deildin hefst 13. október. Alls taka 31 félag þátt í yngri flokkunum í ár, en tvö bætast við frá því í fyrra. Nýju félögin eru Hekla frá Hellu og Sindri frá Höfn í Hornafirði. Niðurröðun í fyrstu fjölliðmót yngri flokkanna er væntanleg á næstu dögum og verður hún kominn hér á vefinn um leið og hún er tilbúin og reyndar fyrr óstaðfest. mt: Úr fjölliðamóti í fyrravetur.