12 sep. 2005Á fyrstu æfingu ÍR-inga í minnibolta á þriðjudaginn var öngþveiti við Seljaskóla. Við talningu kom í ljós að 156 krakkar mættu á æfinguna. Búið var að lofa öllum krökkum bolta að gjöf en því miður tæmdist lagerinn. Þjálfararnir í Minniboltanum Sveinbjörn Claessen og Elvar Guðmundsson hafa verið duglegir að kynna æfingatíma í öllum skólum í Breiðholtinu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fleiri bolta munu vera á leiðinni í þessari viku. [v+]http://www.ir-karfa.is/[v-]Af vef ÍR-inga[slod-].