29 ágú. 2005NBA-stjarna Kínverja, Yao Ming, var stighæstur í leiknum gegn Íslandi í gær með 19 stig og 9 fráköst. Kínverskir fjölmiðlar eru hæstánægðir með endurkomu Ming í landsliðið, en hann hefur átt við meiðsl að stríða undanfarna mánuði. Einkasjúkraþjálfari Ming hafði ráðlagt þjálfara kínverska landsliðsins að nota Ming í 15-25 mínútur í leiknum, en þjálfarinn ákvað að nota hann í 31 mínútu. Kínverjum var mikið í mun að vinna sannfærandi sigur á okkar mönnum, eftir frekar dapurt gengi að undanförnu. Liðið hafði tapað sex leilkjum í röð fyrir leikinn gegn Íslandi í gær. Þar á meðal öllum leikjum sínum í fjöggurra landa móti í Ástralíu fyrir skömmu, gegn heimamönnum, Nýsjálendingum og Litháum. Leikur Kína og Íslands verður síðasti leikur beggja liða fyrir verkefni í álfukeppnum. Kínverjar halda til Qatar í Asíuleiknana sem hefjast 8. september, en Ísland mætir Danmörku í úrslitaleik A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í Keflavík á laugardaginn kemur. mt: Yao Ming í baráttu við Egil Jónasson í leiknum í gær.
Kínverjar ánægðir með endurkomu Yao Ming
29 ágú. 2005NBA-stjarna Kínverja, Yao Ming, var stighæstur í leiknum gegn Íslandi í gær með 19 stig og 9 fráköst. Kínverskir fjölmiðlar eru hæstánægðir með endurkomu Ming í landsliðið, en hann hefur átt við meiðsl að stríða undanfarna mánuði. Einkasjúkraþjálfari Ming hafði ráðlagt þjálfara kínverska landsliðsins að nota Ming í 15-25 mínútur í leiknum, en þjálfarinn ákvað að nota hann í 31 mínútu. Kínverjum var mikið í mun að vinna sannfærandi sigur á okkar mönnum, eftir frekar dapurt gengi að undanförnu. Liðið hafði tapað sex leilkjum í röð fyrir leikinn gegn Íslandi í gær. Þar á meðal öllum leikjum sínum í fjöggurra landa móti í Ástralíu fyrir skömmu, gegn heimamönnum, Nýsjálendingum og Litháum. Leikur Kína og Íslands verður síðasti leikur beggja liða fyrir verkefni í álfukeppnum. Kínverjar halda til Qatar í Asíuleiknana sem hefjast 8. september, en Ísland mætir Danmörku í úrslitaleik A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í Keflavík á laugardaginn kemur. mt: Yao Ming í baráttu við Egil Jónasson í leiknum í gær.