29 ágú. 2005Danir sigruðu Finna, 69-62, í vináttulandsleik Århus í gær. Danir voru betri aðilinn í leiknum lengst af, en Finnar sýndu aðeins hvað í þeim býr í þriðja fjórðungi. Christian Drejer, sem lék nú á ný með danska landsliðinu, var allt í öllu í leik liðsins og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Drejer var með 21 stig í leiknum, en næstur kom Peter Johansen með 16 stig. Þjóðirnar mætast aftur í kvöld. mt: Christian Drejer kunni vel við sig í danska landsliðsbúningnum í Århus í gærkvöldi og var allt í öllu í leik Dana, þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn á varamannabekknum.
Danir unnu Finna í Århus
29 ágú. 2005Danir sigruðu Finna, 69-62, í vináttulandsleik Århus í gær. Danir voru betri aðilinn í leiknum lengst af, en Finnar sýndu aðeins hvað í þeim býr í þriðja fjórðungi. Christian Drejer, sem lék nú á ný með danska landsliðinu, var allt í öllu í leik liðsins og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Drejer var með 21 stig í leiknum, en næstur kom Peter Johansen með 16 stig. Þjóðirnar mætast aftur í kvöld. mt: Christian Drejer kunni vel við sig í danska landsliðsbúningnum í Århus í gærkvöldi og var allt í öllu í leik Dana, þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn á varamannabekknum.