28 ágú. 2005Íslenska landsliðið lék fyrri leik sinn gegn Kínverjum og lauk sigrinum 89-51. Strákarnir áttu ekki góðan dag og virðist öll athyglin og fárið í kringum leikinn hafa haft neikvæð áhrif á leik liðsins. Léleg skotnýting og vítanýting var hjá íslensku strákunum og margir tapaðir boltar. Strákarnir ætla að taka sig saman í andlitinu og gera betur á þriðjudaginn en þá fer fram seinni leikurinn í ferðinni kl. 11.30 að íslenskum tíma. Sigurður Ingimundarson, þjálfari var ekki sáttur með leik liðsins en segir að þeir muni leika betur á þriðjudaginn: "Við misstum einbeitinguna þegar fór að ganga illa og erfitt var að rífa liðið upp eftir það. Hræðileg skotnýting varð okkur einnig að falli, en við stóðum vel í þeim í fráköstum. Í raun má segja að okkar mesti styrkleiki hafi verið okkar versti óvinur í þessum leik - þriggja stiga skotnýting okkar var um 22% og skotnýting almennt mjög léleg, t.d. var vítanýtingin aðeins um 50%. Við lærum af þessum leik og þetta er reynsla sem fer í reynslubankann hjá strákunum, en þetta kínverska lið er alveg rosalega sterkt - hreint frábært körfuknatttleikslið! Við ætlum að gera betur á þriðjudaginn og munum laga einbeitninguna fyrir þann leik." Hlynur Bæringsdson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 14 stig og tók einnig 14 fráköst. Jón Arnór skoraði 8 stig, Friðrik Stefánsson 7 stig, 10 fráköst, Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon voru með 6 stig hvor. mtt Yao Ming skoraði 19 stig á 31 mínútu í leiknum
Tap gegn Kínverjum 89-51
28 ágú. 2005Íslenska landsliðið lék fyrri leik sinn gegn Kínverjum og lauk sigrinum 89-51. Strákarnir áttu ekki góðan dag og virðist öll athyglin og fárið í kringum leikinn hafa haft neikvæð áhrif á leik liðsins. Léleg skotnýting og vítanýting var hjá íslensku strákunum og margir tapaðir boltar. Strákarnir ætla að taka sig saman í andlitinu og gera betur á þriðjudaginn en þá fer fram seinni leikurinn í ferðinni kl. 11.30 að íslenskum tíma. Sigurður Ingimundarson, þjálfari var ekki sáttur með leik liðsins en segir að þeir muni leika betur á þriðjudaginn: "Við misstum einbeitinguna þegar fór að ganga illa og erfitt var að rífa liðið upp eftir það. Hræðileg skotnýting varð okkur einnig að falli, en við stóðum vel í þeim í fráköstum. Í raun má segja að okkar mesti styrkleiki hafi verið okkar versti óvinur í þessum leik - þriggja stiga skotnýting okkar var um 22% og skotnýting almennt mjög léleg, t.d. var vítanýtingin aðeins um 50%. Við lærum af þessum leik og þetta er reynsla sem fer í reynslubankann hjá strákunum, en þetta kínverska lið er alveg rosalega sterkt - hreint frábært körfuknatttleikslið! Við ætlum að gera betur á þriðjudaginn og munum laga einbeitninguna fyrir þann leik." Hlynur Bæringsdson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 14 stig og tók einnig 14 fráköst. Jón Arnór skoraði 8 stig, Friðrik Stefánsson 7 stig, 10 fráköst, Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon voru með 6 stig hvor. mtt Yao Ming skoraði 19 stig á 31 mínútu í leiknum