16 ágú. 2005Leik Íslands og Hollands í Groningen er lokið með 82-75 sigri Ísland. Leiknum var framlengt, eftir að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 71-71. Ísland vann því framlenginguna 11-4. Leikurinn var frekar jafn en Hollendingar náðu 12 stiga forskoti í báðum hálfleikum. Síðari hálfleikur var ágætlega leikinn af beggja hálfu en Hollendingar alltaf aðeins á undan. Íslenska liðinu tókst að jafna 71-71 er um hálf mínúta var eftir og Hollendingar héldu boltanum það sem eftir lifði af venjulegum leiktíma og tókst ekki að skora. Í framlengingunni var íslenska liðið sterkara og náði að tryggja sér sigur 82-75. Sigurður Ingimundarson, landsliðs var að vonum ánægður með sigrana gegn Hollandi: "Strákarnir stóðu sig allir vel og var baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Dagskipunin var að vinna báða leikina og það tókst með ágætum. Við keyrðum á 12 leikmönnum í fyrri hálfleik og 11 í seinni og var ánægjulegt að sjá að leikur liðsins er í góðum málum sama hverjir eru inn á leikvellinum." Helstu tölur íslensku leikmannanna: Sigurður Þorvaldsson. 14 stig, 3 fráköst, 1 stolinn bolti, Jón Arnór Stefánsson, 13 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, Logi Gunnarsson, 10 stig, 4 fráköst, 3 stoðs., Magnús Þór Gunnarsson 8 stig, 3 fráköst, 1 stoðs, 2 stolnir boltar, Friðrik Stefánsson, 8 stig, 7 fráköst, 1 stolinn bolti, Hlynur Bæringsson, 6 stig, 10 fráköst, 1 stolinn bolti.Jakob Sigurðarson, 6 stig, 1 frákast, Arnar Freyr Jónsson, 6 stig, 2 stoðs, 1 stolinn bolti, Jón N. Hafsteinsson, 5 stig 2 fráköst, 1 stolinn bolti, Helgi Magnússon, 4 stig, 1 frákast, Gunnar Einarsson, 2 stig,Egill Jónasson, 2 stig. Byrjunarlið Íslands: Jón Arnór Stefánsson, Magnús Þór Gunnarsson, Logi Gunnarsson, Hlynur Bæringsson og Friðrik Stefánsson. m.t.t. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur með 14 stig.
Ísland vann Holland 82-75
16 ágú. 2005Leik Íslands og Hollands í Groningen er lokið með 82-75 sigri Ísland. Leiknum var framlengt, eftir að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 71-71. Ísland vann því framlenginguna 11-4. Leikurinn var frekar jafn en Hollendingar náðu 12 stiga forskoti í báðum hálfleikum. Síðari hálfleikur var ágætlega leikinn af beggja hálfu en Hollendingar alltaf aðeins á undan. Íslenska liðinu tókst að jafna 71-71 er um hálf mínúta var eftir og Hollendingar héldu boltanum það sem eftir lifði af venjulegum leiktíma og tókst ekki að skora. Í framlengingunni var íslenska liðið sterkara og náði að tryggja sér sigur 82-75. Sigurður Ingimundarson, landsliðs var að vonum ánægður með sigrana gegn Hollandi: "Strákarnir stóðu sig allir vel og var baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Dagskipunin var að vinna báða leikina og það tókst með ágætum. Við keyrðum á 12 leikmönnum í fyrri hálfleik og 11 í seinni og var ánægjulegt að sjá að leikur liðsins er í góðum málum sama hverjir eru inn á leikvellinum." Helstu tölur íslensku leikmannanna: Sigurður Þorvaldsson. 14 stig, 3 fráköst, 1 stolinn bolti, Jón Arnór Stefánsson, 13 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, Logi Gunnarsson, 10 stig, 4 fráköst, 3 stoðs., Magnús Þór Gunnarsson 8 stig, 3 fráköst, 1 stoðs, 2 stolnir boltar, Friðrik Stefánsson, 8 stig, 7 fráköst, 1 stolinn bolti, Hlynur Bæringsson, 6 stig, 10 fráköst, 1 stolinn bolti.Jakob Sigurðarson, 6 stig, 1 frákast, Arnar Freyr Jónsson, 6 stig, 2 stoðs, 1 stolinn bolti, Jón N. Hafsteinsson, 5 stig 2 fráköst, 1 stolinn bolti, Helgi Magnússon, 4 stig, 1 frákast, Gunnar Einarsson, 2 stig,Egill Jónasson, 2 stig. Byrjunarlið Íslands: Jón Arnór Stefánsson, Magnús Þór Gunnarsson, Logi Gunnarsson, Hlynur Bæringsson og Friðrik Stefánsson. m.t.t. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur með 14 stig.