10 ágú. 2005Íslenska 18 ára landsliđ kvenna tapađi stórt fyrir Lettum, 52-97, í öđrum leik sínum í milliriđli Evrópukeppninnar sem stendur nú yfir í Bosníu. Lettar tóku völdin strax í byrjun leiks og héldu þeim til enda en stađan í hálfleik var 29-45, Lettum í vil. Helena Sverrisdóttir var langstigahæst í íslenska liđinu međ 21 stig, auk 8 frákasta og 6 stođsendinga. María Ben Erlingsdóttir kom næst međ 11 stig. Lettar byrjuđu leikinn mjög vel, komust í 2-8 og 8-21 og leiddu međ 9 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 15-24. Íslenska liđiđ opnađi annan leikhluta međ þrist og minnkađi muninn í 6 stig en nær komust þær ekki. Eftir ađ Lettland vann síđan kafla 14-2 í upphafi seinni hálfleiks var ljóst ađ þetta væri ekki dagur íslensku stelpnanna. Allt gekk upp hjá Lettum sem hittu úr ólíklegustu skotum úr mörgum undraverđum færum og á međan var sóknarleikur íslenska liđsins einhæfur og án alls sjálfstraust. Það hjálpađi heldur ekki til ađ lettnesku stelpurnar vörđu 11 skot frá íslenska liđinu í leiknum. Líkt og í leiknum gegn Svíum gekk íslensku stelpunum illa ađ vega upp á móti mörgum stórum leikmönnum mótherjanna sem lokuđu leiđinni upp ađ körfu og náđu hverju sóknarfrákastinu á fætur öđru. Íslenska liđiđ hefur einnig vantađ tilfinnanlega meiri kraft í síđustu tveimur leikjum og er hugsanlega einhver þreyta farin ađ gera vart viđ sig. Tveir síđustu leikir hafa tapast međ samtals 66 stiga mun fyrir Svíum og Lettum og því er ljóst ađ íslenska liđiđ getur ekki endađ ofar en í 5. sæti en leikurinn gegn Portúgal á morgun er úrslitaleikur um 3. sætiđ í riđlinum og því hugsanlega léttari mótherja í leikjunum um sæti. Leikurinn hefst klukkan 16.00 eđa 14.00 ađ íslenskum tíma. Stig íslenska liđsins: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 8 fráköst, 6 stođsendingar María Ben Erlingsdóttir 11 stig, 7 fráköst Ragnheiđur Theodórsdóttir 8 stig, 5 stolnir, 3 stođsendingar, 2 varin skot Helga Einarsdóttir 4 stig, 4 fráköst Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3 stig Bára Fanney Hálfdanardóttir 2 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2 stig Berglind Anna Magnúsdóttir 1 stig Mynd: Ragnheiđur Theodórsdóttir skoraði 8 stig, stal 5 boltum, gaf 3 stođsendingar og varði 2 skot.