7 ágú. 2005Íslenska 18 ára landslið kvenna vann eins stigs sigur á Úkraínu, 74-73, í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðlinum. Íslensku stelpurnar tryggðu sér þar með sæti meðal átta efstu liðanna í Evrópukeppninni sem nú fer fram í Bihac í Bosníu. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig auk þess að taka 10 frákast og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar, stal 8 boltum og tók 8 fráköst. Helena Sverrisdóttir tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að skora út úr tveimur vítaskotum tæpri mínútu fyrir leikslok. Mikið gekk síðan á lokasprettinum en íslenska liðið stóðst spennuna og María Ben Erlingsdóttir innsiglaði síðan endalega sigurinn með því að stela boltanum á lokasekúndinni. “Það er frábær árangur að komast upp úr svona sterkum riðli því við vorum búin að búast við að vera að fara spila við tvær af sterkustu þjóðunum í allri Evrópu. Þessi úrslit eru því framar okkar bestu vonum og ég talaði um það við stúlkurnar eftir leik að þær væru búnar að stíga stórt skref fyrir íslenskan kvennakörfunbolta . Leikurinn var heldur til of spennandi í restina þar sem að við vorum komin með góða forustu í lokaleikhlutanum en við vorum of ragar að sækja að körfunni og hættum að spila okkar leik,” sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari eftir leik og framundan eru erfiðir en spennandi leikir. “Það er vissulega krefjandi verkefni sem bíður okkar og innst inni er það draumurinn að komasr upp í A-deildinni þar sem að allar nema ein í liðinu eru á yngra ári og við getum mætt með nánast sama lið að ári,” sagði Ágúst ennfremur. Íslenska liðið hafði þrjú stig yfir í hálfleik, 42-39, eftir mjög góðan endasprett í honum (11-4) og hafði síðan tögl og halgdir allt fram í fjórða leikhluta þegar liðið náði mest 13 stiga forskoti, 67-54. Þá tók við agalegur leikkafli þar sem úkraínska liðið skoraði 19 stig gegn fimm og komst yfir í 72-73. Íslensku stelpurnar gerðu sig sekar um að reyna að fara að halda forskotinu og það varð þeim nærri því að falli. Sigurinn tryggði íslenska liðinu annað sætið í riðlinum á eftir Hvíta Rússlandi sem vann alla þrjá leiki sína örugglega. Það var búist miklu af liðum Hvíta Rússlands og Úkraínu enda voru þau í 2. og 3. sæti þegar þessir árgangar spiluðu saman í 16 ára landsliðinum. Það var ljóst af viðbrögðum úkraínska liðsins að úrslitin í leiknum var mikið áfall enda bjuggust flest liðin hér í Bosníu við að riðillinn yrði léttur fyrir Hvíta Rússland og Úkraínu en íslensku stelpurnar höfðu eitthvað við það að athuga. Ísland spilar næst í milliriðli með Svíþjóð, Lettlandi og Portúgal og er fyrsti leikurinn gegn Norðurlandameisturum Svíþjóðar á þriðjudaginn. Stig íslenska liðsins: María Ben Erlingsdóttir 20, 10 fráköst Helena Sverrisdóttir 19, 12 stoðsendingar, 10 fiskaðar villur, 8 stolnir, 8 fráköst Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 15, hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum Ragnheiður Theodórsdóttir 9, 9 fráköst, öll stig á lokasekúndum fyrri og seinni hálfleiks Sigrún Ámundadóttir 7, 6 fráköst, 4 í sókn Helga Einarsdóttir 4, 4 fráköst, 3 í sókn Guðrún Ámundadóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir komu báðar inná án þess að skora en Sara Dögg Ólafsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir og Sonja Margrét Ólafsdóttir komu ekkert við sögu í dag. Íslenska 18 ára landslið kvenna heldur úti vefsíðu á meðan á mótinu stendur. Hana má finna [v+]http://www.blog.central.is/u-18kvk/ [v-]hér[slod-]. Mynd:María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig auk þess að taka 10 fráköst
Sætur sigur á Úkraínu tryggði sæti meðal átta efstu
7 ágú. 2005Íslenska 18 ára landslið kvenna vann eins stigs sigur á Úkraínu, 74-73, í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðlinum. Íslensku stelpurnar tryggðu sér þar með sæti meðal átta efstu liðanna í Evrópukeppninni sem nú fer fram í Bihac í Bosníu. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig auk þess að taka 10 frákast og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar, stal 8 boltum og tók 8 fráköst. Helena Sverrisdóttir tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að skora út úr tveimur vítaskotum tæpri mínútu fyrir leikslok. Mikið gekk síðan á lokasprettinum en íslenska liðið stóðst spennuna og María Ben Erlingsdóttir innsiglaði síðan endalega sigurinn með því að stela boltanum á lokasekúndinni. “Það er frábær árangur að komast upp úr svona sterkum riðli því við vorum búin að búast við að vera að fara spila við tvær af sterkustu þjóðunum í allri Evrópu. Þessi úrslit eru því framar okkar bestu vonum og ég talaði um það við stúlkurnar eftir leik að þær væru búnar að stíga stórt skref fyrir íslenskan kvennakörfunbolta . Leikurinn var heldur til of spennandi í restina þar sem að við vorum komin með góða forustu í lokaleikhlutanum en við vorum of ragar að sækja að körfunni og hættum að spila okkar leik,” sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari eftir leik og framundan eru erfiðir en spennandi leikir. “Það er vissulega krefjandi verkefni sem bíður okkar og innst inni er það draumurinn að komasr upp í A-deildinni þar sem að allar nema ein í liðinu eru á yngra ári og við getum mætt með nánast sama lið að ári,” sagði Ágúst ennfremur. Íslenska liðið hafði þrjú stig yfir í hálfleik, 42-39, eftir mjög góðan endasprett í honum (11-4) og hafði síðan tögl og halgdir allt fram í fjórða leikhluta þegar liðið náði mest 13 stiga forskoti, 67-54. Þá tók við agalegur leikkafli þar sem úkraínska liðið skoraði 19 stig gegn fimm og komst yfir í 72-73. Íslensku stelpurnar gerðu sig sekar um að reyna að fara að halda forskotinu og það varð þeim nærri því að falli. Sigurinn tryggði íslenska liðinu annað sætið í riðlinum á eftir Hvíta Rússlandi sem vann alla þrjá leiki sína örugglega. Það var búist miklu af liðum Hvíta Rússlands og Úkraínu enda voru þau í 2. og 3. sæti þegar þessir árgangar spiluðu saman í 16 ára landsliðinum. Það var ljóst af viðbrögðum úkraínska liðsins að úrslitin í leiknum var mikið áfall enda bjuggust flest liðin hér í Bosníu við að riðillinn yrði léttur fyrir Hvíta Rússland og Úkraínu en íslensku stelpurnar höfðu eitthvað við það að athuga. Ísland spilar næst í milliriðli með Svíþjóð, Lettlandi og Portúgal og er fyrsti leikurinn gegn Norðurlandameisturum Svíþjóðar á þriðjudaginn. Stig íslenska liðsins: María Ben Erlingsdóttir 20, 10 fráköst Helena Sverrisdóttir 19, 12 stoðsendingar, 10 fiskaðar villur, 8 stolnir, 8 fráköst Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 15, hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum Ragnheiður Theodórsdóttir 9, 9 fráköst, öll stig á lokasekúndum fyrri og seinni hálfleiks Sigrún Ámundadóttir 7, 6 fráköst, 4 í sókn Helga Einarsdóttir 4, 4 fráköst, 3 í sókn Guðrún Ámundadóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir komu báðar inná án þess að skora en Sara Dögg Ólafsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir og Sonja Margrét Ólafsdóttir komu ekkert við sögu í dag. Íslenska 18 ára landslið kvenna heldur úti vefsíðu á meðan á mótinu stendur. Hana má finna [v+]http://www.blog.central.is/u-18kvk/ [v-]hér[slod-]. Mynd:María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig auk þess að taka 10 fráköst