6 ágú. 2005Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma leikur U16 karla gegn Belgum í næst síðasta leik sínum í mótinu. Leikurinn sker úr um hvort liðið leikur um 13. & 14. sæti og heldur jafnframt sæti sínu í A deild og hvort liðið leikur um 15. & 16. sæti og fellur jafnframt í B deild. Íslenska liðið tók létta skotæfingu í morgun og undirbýr sig núna fyrir leikinn mikilvæga með léttum hádegisverð og fundi þar sem verður kíkt á Belgana betur á DVD. Þröstur Leó á enn við ökklameiðsli að stríða en hefur verið í meðferð síðustu daga til að ná eins góðum bata og kostur er. Leikurinn verður beint á heimasíðu mótsins, og fyrir áhugasama er að smella [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2005&roundID=4368&[v-]Hérna[slod-] Leikurinn verður án efa æsispennandi enda mikið í húfi en íslenska liðið ætlar sér ekkert annað en sigur í dag og tryggja það að markmið liðsins fyrir mót verði í höfn ! Hópurinn sendir bestu kveðjur heim, og jafnframt baráttukveðjur yfir til Bosníu á U18 kvenna sem eru að renna af stað inn í sitt mót.
Úrslitastund kl 14 í dag - leikið gegn Belgum
6 ágú. 2005Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma leikur U16 karla gegn Belgum í næst síðasta leik sínum í mótinu. Leikurinn sker úr um hvort liðið leikur um 13. & 14. sæti og heldur jafnframt sæti sínu í A deild og hvort liðið leikur um 15. & 16. sæti og fellur jafnframt í B deild. Íslenska liðið tók létta skotæfingu í morgun og undirbýr sig núna fyrir leikinn mikilvæga með léttum hádegisverð og fundi þar sem verður kíkt á Belgana betur á DVD. Þröstur Leó á enn við ökklameiðsli að stríða en hefur verið í meðferð síðustu daga til að ná eins góðum bata og kostur er. Leikurinn verður beint á heimasíðu mótsins, og fyrir áhugasama er að smella [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2005&roundID=4368&[v-]Hérna[slod-] Leikurinn verður án efa æsispennandi enda mikið í húfi en íslenska liðið ætlar sér ekkert annað en sigur í dag og tryggja það að markmið liðsins fyrir mót verði í höfn ! Hópurinn sendir bestu kveðjur heim, og jafnframt baráttukveðjur yfir til Bosníu á U18 kvenna sem eru að renna af stað inn í sitt mót.