3 ágú. 200518 ára landslið kvenna er fimmta og síðasta unglingalandsliðið sem leggur upp í langferð í sumar á vegum KKÍ til að taka þátt í Evrópukeppninni. Þegar hafa 20 ára og 18 ára lið karla og 16 ára lið kvenna lokið keppni og 16 ára strákarnir eru komnir á lokasprettinn í A-deildinni á Spáni. Stelpurnar lögðu af stað eldsnemma í morgun og ferðinni er heitið til Bihac í Norður Bosníu þar sem b-deildin fer fram. Flogið verður fyrst til Frankfurt, þaðan áfram til Zagreb í Króatíu þar sem keyrt verður í þrjá tíma til Bihac sem er nyrst í Bosníu við landamæri Króatíu. Íslenska liðið verður vætanlega um 15 tíma á leiðinni og því er ljóst að það er langur ferðadagur framundan hjá íslenska hópnum sem telur alls 15 manns, 11 leikmenn, 2 þjálfara, sjúkraþjálfara og dómarann Kristinn Óskarsson sem er nýkominn frá Evrópukeppni 16 ára kvenna í Eistlandi. Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, hefur valið ellefu manna hóp til fararinnar en ekki var valinn tólfti leikmaðurinn eftir að Pálína Gunnlaugsdóttir heltist úr lestinni. Aðeins einn leikmaður hópsins er 18 ára en allar hinar eru að spila upp fyrir sig þar af er sú yngsta aðeins 16 ára. Eftirtaldar voru valdar í 18 ára landslið kvenna: (Landsleikir með öllum landsliðum) Númer - Nafn - Félag - Hæð - Staða - Landsleikir 4 Helena Sverrisdóttir Haukar 184 Bakvörður 49 leikir 5 Sara Ólafsdóttir Haukar 170 Bakvörður 9 leikir 6 Ragnheiður Theodórsdóttir Haukar 174 Bakvörður 13 leikir 7 Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Njarðvík 176 Bakvörður 34 leikir 8 Bára Hálfdanardóttir Haukar 180 Framherji 18 leikir 9 Berglind Anna Magnúsdóttir Grindavík 170 Bakvörður 13 leikir 10 Sonja Ólafsdóttir Haukar 175 Bakvörður Nýliði 12 Sigrún Ámundadóttir Haukar 180 Miðherji 5 leikir 13 Helga Einarsdóttir Tindastóll 184 Framherji 14 leikir 14 Guðrún Ámundarsdóttir Haukar 177 Framherji 9 leikir 15 María Ben Erlingsdóttir Keflavík 184 Miðherji 43 leikir Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Aðstoðarþjálfari:Óskar Ó. Jónsson Sjúkraþjálfari: Sólveig Steinþórsdóttir Dómari: Kristinn Óskarsson Fyrirliði:: Helena Sverrisdóttir Varafyrirliði: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Mótherjarnir í riðlinum eru lið Hvíta Rússland, Lúxemborgar og Úkraínu og það er ljóst að róðurinn verður mjög þungur. Lið Hvít-Rússa og Úkraínu urðu sem dæmi í 2. og 3. sæti á eftir Serbíu í úrslitakeppni Evrópumótsins (A-deild) þegar þessir árgangar (1987 og 1988) léku saman síðast í 16 ára landsliðinu 2003. Fyrsti leikur er gegn Hvíta Rússlandi og hefst hann á föstudaginn klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðli berjast um 1. til 8. sæti í millriðlum en tvö þau neðstu keppa um 9. til 16. sætið. Þetta er í fyrsta sinn sem 18 ára landsliðið tekur þátt í Evrópukeppni og því verður fróðlegt að sjá hvernig þessi frumraun íslensku stelpnanna heppnast í Bosníu en mótið stendur til 14. ágúst. Mynd: Helena Sverrisdóttir er fyrirliði íslenska liðsins og mun spila sinn 50. landsleik fyrir öll lið í fyrsta leik riðilsins gegn Hvíta Rússlandi. Hún hefur leikið 15 A-landsleikir, 25 leiki fyrir 16 ára liðið og þetta verður hennar 10. landsleikur fyrir 18 ára liðið.
Langur ferðadagur framundan hjá stelpunum
3 ágú. 200518 ára landslið kvenna er fimmta og síðasta unglingalandsliðið sem leggur upp í langferð í sumar á vegum KKÍ til að taka þátt í Evrópukeppninni. Þegar hafa 20 ára og 18 ára lið karla og 16 ára lið kvenna lokið keppni og 16 ára strákarnir eru komnir á lokasprettinn í A-deildinni á Spáni. Stelpurnar lögðu af stað eldsnemma í morgun og ferðinni er heitið til Bihac í Norður Bosníu þar sem b-deildin fer fram. Flogið verður fyrst til Frankfurt, þaðan áfram til Zagreb í Króatíu þar sem keyrt verður í þrjá tíma til Bihac sem er nyrst í Bosníu við landamæri Króatíu. Íslenska liðið verður vætanlega um 15 tíma á leiðinni og því er ljóst að það er langur ferðadagur framundan hjá íslenska hópnum sem telur alls 15 manns, 11 leikmenn, 2 þjálfara, sjúkraþjálfara og dómarann Kristinn Óskarsson sem er nýkominn frá Evrópukeppni 16 ára kvenna í Eistlandi. Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, hefur valið ellefu manna hóp til fararinnar en ekki var valinn tólfti leikmaðurinn eftir að Pálína Gunnlaugsdóttir heltist úr lestinni. Aðeins einn leikmaður hópsins er 18 ára en allar hinar eru að spila upp fyrir sig þar af er sú yngsta aðeins 16 ára. Eftirtaldar voru valdar í 18 ára landslið kvenna: (Landsleikir með öllum landsliðum) Númer - Nafn - Félag - Hæð - Staða - Landsleikir 4 Helena Sverrisdóttir Haukar 184 Bakvörður 49 leikir 5 Sara Ólafsdóttir Haukar 170 Bakvörður 9 leikir 6 Ragnheiður Theodórsdóttir Haukar 174 Bakvörður 13 leikir 7 Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Njarðvík 176 Bakvörður 34 leikir 8 Bára Hálfdanardóttir Haukar 180 Framherji 18 leikir 9 Berglind Anna Magnúsdóttir Grindavík 170 Bakvörður 13 leikir 10 Sonja Ólafsdóttir Haukar 175 Bakvörður Nýliði 12 Sigrún Ámundadóttir Haukar 180 Miðherji 5 leikir 13 Helga Einarsdóttir Tindastóll 184 Framherji 14 leikir 14 Guðrún Ámundarsdóttir Haukar 177 Framherji 9 leikir 15 María Ben Erlingsdóttir Keflavík 184 Miðherji 43 leikir Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Aðstoðarþjálfari:Óskar Ó. Jónsson Sjúkraþjálfari: Sólveig Steinþórsdóttir Dómari: Kristinn Óskarsson Fyrirliði:: Helena Sverrisdóttir Varafyrirliði: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Mótherjarnir í riðlinum eru lið Hvíta Rússland, Lúxemborgar og Úkraínu og það er ljóst að róðurinn verður mjög þungur. Lið Hvít-Rússa og Úkraínu urðu sem dæmi í 2. og 3. sæti á eftir Serbíu í úrslitakeppni Evrópumótsins (A-deild) þegar þessir árgangar (1987 og 1988) léku saman síðast í 16 ára landsliðinu 2003. Fyrsti leikur er gegn Hvíta Rússlandi og hefst hann á föstudaginn klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðli berjast um 1. til 8. sæti í millriðlum en tvö þau neðstu keppa um 9. til 16. sætið. Þetta er í fyrsta sinn sem 18 ára landsliðið tekur þátt í Evrópukeppni og því verður fróðlegt að sjá hvernig þessi frumraun íslensku stelpnanna heppnast í Bosníu en mótið stendur til 14. ágúst. Mynd: Helena Sverrisdóttir er fyrirliði íslenska liðsins og mun spila sinn 50. landsleik fyrir öll lið í fyrsta leik riðilsins gegn Hvíta Rússlandi. Hún hefur leikið 15 A-landsleikir, 25 leiki fyrir 16 ára liðið og þetta verður hennar 10. landsleikur fyrir 18 ára liðið.