3 ágú. 2005U16 karlaliðið vann frábæran 68-66 baráttusigur á Pólverjum rétt í þessu. Leikurinn var jafn lengstum og íslenska liðið byrjaði með látum. Þeir beittu pressuvörn sem skilaði auðveldum körfum og náðu mest 7 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 22-22. Annar leikhluti var betri hjá okkar mönnum varnarlega en sóknin hikstaði á móti á köflum og Pólverjar leiddu í hálfleik 36-37. Í þriðja leikhluta datt aftur á móti vörnin niður, Pólverjar nýttu sér stærðarmuninn og þá sérstaklega í teignum. Þeir leiddu 47-58 áður en Rúnar Ingi fyrirliði skoraði flautukörfu rétt innan miðju og staðan því 50-58 fyrir lokaleikhlutann. Í fjórða leikhluta skellti íslenska liðið í lás í vörninni. Þröstur var kominn með 4 villur en hann og Hjörtur Hrafn lokuðu teignum og þeir Rúnar, Páll Fannar, Atli og síðar Elías voru virkilega duglegir varnarlega. Ísland jafnaði 66-66 þegar 1 mínúta og 19 sekúndur voru eftir og þeir náðu að stoppa tvisvar varnarlega án þess að skora en í þriðju tilraun náði Hjörtur Hrafn að snúa af sér varnarmann og skora góða körfu og rétt rúmar 30 sekúndur eftir. Pólverjar reyndu að fara inn í teiginn en skot þeirra geigaði og leikmaður þeirra steig útaf þegar hann reyndi að ná sóknarfrákasti. Þegar þarna var komið við sögu voru 19 sekúndur eftir og Einar Árni tók leikhlé. Strákarnir ætluðu að halda boltanum út leiktímann enda höfðu Pólverjar aðeins fengið eina villu á sig í leikhlutanum og þurftu því að brjóta fjórum sinnum til að koma okkar mönnum á línuna. Strákarnir leistu þennan lokakafla frábærlega, og Pólverjar náðu aðeins að brjóta þrisvar, síðast er 4 sekúndur voru eftir en mikl gleði braust út þegar tíminn rann út og fyrsti sigur Íslands í A deild var staðreynd. Rúnar Ingi, Hjörtur Hrafn og Þröstur áttu allir virkilega góðan dag og varnarleikur þeirra tveggja síðastnefndu var frábær í lokaleikhlutanum. Annars var þetta virkilegur dugnaðarsigur. Menn gáfust aldrei upp þótt á móti blési og skelltu í lás í vörninni þegar mest lá við. Stig Íslands: Hjörtur Hrafn 20, Rúnar Ingi 19, Þröstur Leó 11, Páll Fannar 7, Elías 6, Atli Rafn 2, Hjalti 2, Helgi Björn 1. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4365-H-3-2&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2005&roundID=4365&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Í kvöld sigruðu svo Slóvenar Letta og það er því ljóst að á morgun verða tveir úrslitaleikir í þessum riðli um A sæti annars vegar milli Letta og Pólverja og hins vegar milli Slóvena og Íslendinga. Ísland getur ennþá lent í öllum fjórum sætunum. Okkar leikur fer fram síðastur annað kvöld svo það verður ljóst fyrir þann leik hver örlög Íslands geta orðið. Sigur færir okkur A deildarsæti og það verður allt lagt undir á morgun. Nú er ljóst að Grikkir hafa sýnt mönnum og sannað að körfuboltinn er óútreiknanlegur. Þeir voru kandídatar í að taka þetta mót en á morgun leika þeir gegn Belgum um 3. og 4. sæti í milliriðli og ljóst að þeir þurfa að leika þennan fræga sjöunda leik um að halda sér sem A þjóð eftir að hafa tapað gegn Ísrael í dag. Okkar menn eru farnir út að borða en svo tekur við góð hvíld og nudd hjá Kötu sem verður með nóg á sinni könnu fram að leik á morgun. Þröstur Leó snéri sig á ökkla á lokasekúndunum í kvöld en ætti að verða klár á morgun. Kveðjur heim frá leikmönnum og fararstjórn.