31 júl. 2005Í kvöld var ljóst hvernig milliriðlarnir verða í úrslitum Evrópukeppninnar U16 karla á Spáni. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í dag og lokaniðurstaðan ekki alveg eins og sérfræðingarnir hér á Spáni héldu. Stóru tíðindin úr C riðli þar sem íslendingar leika urðu í síðasta leik kvöldsins en þar sigruðu Króatar lið Grikkja með 81 stigi gegn 73 eftir framlengdan leik. Grikkir máttu tapa leiknum með 5 stigum en Króatar jöfnuðu á lokasekúndu venjulegs leiktíma og skoruðu svo síðustu 5 stig framlengingarinnar til að tryggja sér annað sæti í riðlinum og því sitja Grikkir eftir í þriðja sætinu. Í milliriðlum þar sem spilað verður um 8 efstu sætin eru annars vegar Litháen, Rússland, Úkraína og Spánn og hins vegar Ítalía, Frakkland, Króatía og Tyrkland. Litháar, núverandi Evrópumeistarar Frakkar og Tyrkir eru enn sem komið er ósigruð. Í milliriðlum þar sem spilað verður um 9. - 16. sæti verða annars vegar Ísrael, Serbía & Svartfjallaland, Grikkland og Belgía og hins vegar Pólland, Lettland, Ísland og Slóvenía. Grikkjum og Serbum hafði verið spáð mikilli velgengni í mótinu og er því óvænt að þessi lið séu að spila í neðri milliriðlum. Íslenska liðið var að leika á sama stað og Pólverjar svo strákarnir hafa séð til þeirra en fyrsta verk liðsins í Leon á morgun er liðsfundur þar sem liðið mun sjá bæði Letta og Slóvena í leikjum á DVD. Í framhaldi af milliriðlum verða það svo lið í fyrsta sæti og hins vegar öðru sæti sem mætast og svo liðin úr þriðja sæti og fjórða sæti hins vegar. Fyrstu tvö sætin munu því spila um 9.-12. sæti en seinni tvö um 13.-16.sæti. Tvö neðstu liðin falla í B deild.
Milliriðlar klárir í Leon á Spáni
31 júl. 2005Í kvöld var ljóst hvernig milliriðlarnir verða í úrslitum Evrópukeppninnar U16 karla á Spáni. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í dag og lokaniðurstaðan ekki alveg eins og sérfræðingarnir hér á Spáni héldu. Stóru tíðindin úr C riðli þar sem íslendingar leika urðu í síðasta leik kvöldsins en þar sigruðu Króatar lið Grikkja með 81 stigi gegn 73 eftir framlengdan leik. Grikkir máttu tapa leiknum með 5 stigum en Króatar jöfnuðu á lokasekúndu venjulegs leiktíma og skoruðu svo síðustu 5 stig framlengingarinnar til að tryggja sér annað sæti í riðlinum og því sitja Grikkir eftir í þriðja sætinu. Í milliriðlum þar sem spilað verður um 8 efstu sætin eru annars vegar Litháen, Rússland, Úkraína og Spánn og hins vegar Ítalía, Frakkland, Króatía og Tyrkland. Litháar, núverandi Evrópumeistarar Frakkar og Tyrkir eru enn sem komið er ósigruð. Í milliriðlum þar sem spilað verður um 9. - 16. sæti verða annars vegar Ísrael, Serbía & Svartfjallaland, Grikkland og Belgía og hins vegar Pólland, Lettland, Ísland og Slóvenía. Grikkjum og Serbum hafði verið spáð mikilli velgengni í mótinu og er því óvænt að þessi lið séu að spila í neðri milliriðlum. Íslenska liðið var að leika á sama stað og Pólverjar svo strákarnir hafa séð til þeirra en fyrsta verk liðsins í Leon á morgun er liðsfundur þar sem liðið mun sjá bæði Letta og Slóvena í leikjum á DVD. Í framhaldi af milliriðlum verða það svo lið í fyrsta sæti og hins vegar öðru sæti sem mætast og svo liðin úr þriðja sæti og fjórða sæti hins vegar. Fyrstu tvö sætin munu því spila um 9.-12. sæti en seinni tvö um 13.-16.sæti. Tvö neðstu liðin falla í B deild.