31 júl. 2005Íslenska 16 ára drengjalandsliðið var rétt í þessu að ljúka leik gegn Rússum. Fyrir leikinn var ljóst að íslenska liðið gæti stolið öðru sætinu í riðlinum með 6 stiga sigri, og með því að Grikkir vinni Króata síðar í dag. Það þætti nú hálfgerð geðveiki að ætla sér að sigra Rússa enda eru þeir með gríðarlega öflugt lið. Strákarnir mættu samt grimmir til leiks og ætluðu greinilega að leggja allt í sölurnar. Sterkasti leikmaður Rússa, Pavel Gromyko, sem hafði tekið 21,5 frákast að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum og verið mjög öflugur var hreinlega í vandræðum gegn Hirti Hrafni og skoraði Hjörtur grimmt á hann í upphafi leiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-14 og íslenska liðið tók svo forystuna lengstum af í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var mjög öflugur á þessum tíma og sóknarlega var liðið að leika vel, og var leikstjórnandi og aðalskorari Rússa kominn með 3 villur. Það var því óverðskuldað að liðin gengju til búningsherbergja í hálfleik og Rússarnir höfðu yfir 33-29. Eins og íslenska liðið ætlaði sér að koma sterkt til síðari hálfleiks þá fóru menn að flýta sér sóknarlega og Rússarnir voru á meðan að hitta mjög vel fyrir utan 3ja stiga línuna og skyndilega var munurinn kominn í 13 stig. Þetta bil reyndist erfitt að brúa og rússneska liðið hélt þessari forystu til loka leiks og urðu lokatölur 74-58. Hjörtur Hrafn var traustur í íslenska liðinu. Lék vel gegn Gromyko sem er 198cm og mjög sterkur leikmaður. Þröstur Leó frákastaði vel en fann sig ekki sóknarlega fyrr en í lokin. Rúnar Ingi stjórnaði liðinu vel og skilaði að auki 10 stigum. Stig Íslands: Hjörtur Hrafn 18, Þröstur 11, Rúnar Ingi 10, Hjalti 6, Elías 5, Atli Rafn 4 og Helgi Björn og Páll Fannar 2 hvor. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4346-C-6-3&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2005&roundID=4346&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Þar með hefur íslenska liðið lokið þátttöku í riðlakeppninni og endar í fjórða sæti. Við sjáum síðar í dag hverjir andstæðingarnir verða í milliriðli en það er allavega ljóst að Pólverjar verða þar á meðal, og okkur þykir líklegt að þar verði Lettar úr B riðli og sigurvegari úr leik Slóvena og Belga sem ætti að vera að ljúka núna. Strákarnir litu á þennan gríðarlega erfiða riðil sem undirbúning fyrir sterkt mót sem fer af stað á þriðjudag. Liðið ætlar að standa sig í komandi verkefnum og menn þyrstir í fyrsta sigurinn ! Strákarnir senda bestu kveðjur heim og jafnframt yfir til Tallin með von um að stelpurnar klári þátttöku sína í EM með góðum sigri í dag. Mynd: Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Rússum og skoraði 18 stig.
16 stiga tap gegn Rússum - óþarflega stórt
31 júl. 2005Íslenska 16 ára drengjalandsliðið var rétt í þessu að ljúka leik gegn Rússum. Fyrir leikinn var ljóst að íslenska liðið gæti stolið öðru sætinu í riðlinum með 6 stiga sigri, og með því að Grikkir vinni Króata síðar í dag. Það þætti nú hálfgerð geðveiki að ætla sér að sigra Rússa enda eru þeir með gríðarlega öflugt lið. Strákarnir mættu samt grimmir til leiks og ætluðu greinilega að leggja allt í sölurnar. Sterkasti leikmaður Rússa, Pavel Gromyko, sem hafði tekið 21,5 frákast að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum og verið mjög öflugur var hreinlega í vandræðum gegn Hirti Hrafni og skoraði Hjörtur grimmt á hann í upphafi leiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-14 og íslenska liðið tók svo forystuna lengstum af í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var mjög öflugur á þessum tíma og sóknarlega var liðið að leika vel, og var leikstjórnandi og aðalskorari Rússa kominn með 3 villur. Það var því óverðskuldað að liðin gengju til búningsherbergja í hálfleik og Rússarnir höfðu yfir 33-29. Eins og íslenska liðið ætlaði sér að koma sterkt til síðari hálfleiks þá fóru menn að flýta sér sóknarlega og Rússarnir voru á meðan að hitta mjög vel fyrir utan 3ja stiga línuna og skyndilega var munurinn kominn í 13 stig. Þetta bil reyndist erfitt að brúa og rússneska liðið hélt þessari forystu til loka leiks og urðu lokatölur 74-58. Hjörtur Hrafn var traustur í íslenska liðinu. Lék vel gegn Gromyko sem er 198cm og mjög sterkur leikmaður. Þröstur Leó frákastaði vel en fann sig ekki sóknarlega fyrr en í lokin. Rúnar Ingi stjórnaði liðinu vel og skilaði að auki 10 stigum. Stig Íslands: Hjörtur Hrafn 18, Þröstur 11, Rúnar Ingi 10, Hjalti 6, Elías 5, Atli Rafn 4 og Helgi Björn og Páll Fannar 2 hvor. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4346-C-6-3&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2005&roundID=4346&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Þar með hefur íslenska liðið lokið þátttöku í riðlakeppninni og endar í fjórða sæti. Við sjáum síðar í dag hverjir andstæðingarnir verða í milliriðli en það er allavega ljóst að Pólverjar verða þar á meðal, og okkur þykir líklegt að þar verði Lettar úr B riðli og sigurvegari úr leik Slóvena og Belga sem ætti að vera að ljúka núna. Strákarnir litu á þennan gríðarlega erfiða riðil sem undirbúning fyrir sterkt mót sem fer af stað á þriðjudag. Liðið ætlar að standa sig í komandi verkefnum og menn þyrstir í fyrsta sigurinn ! Strákarnir senda bestu kveðjur heim og jafnframt yfir til Tallin með von um að stelpurnar klári þátttöku sína í EM með góðum sigri í dag. Mynd: Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Rússum og skoraði 18 stig.