30 júl. 2005Portúgalir voru andstæðingar 16 ára stúlknanna í dag í næstsíðasta leik þeirra í Evrópumótinu í Tallinn. Um hörku leik var að ræða fyrstu þrjá leikhlutana. Hins vegar kom “slæmur leikkafli” hjá íslenska liðinu í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 20 stiga tapi sem gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins. Íris var stigahæst í dag með 16 stig, Hafrún og Alma komu þar næstar og skoruðu 8 stig hvor. Ólíkt öðrum leikmönnum íslenska liðsins var Ingibjörg sjóðheit í dag, en gat hinsvegar ekki spilað leikinn af þeim sökum. Ekki er heldur útlit fyrir að hún spili á morgun þar sem hún er enn með hita. Á morgun, sunnudag, mæta stúlkurnar stöllum sínum frá Austurríki og er það síðasti leikur þeirra á þessu Evrópumóti. Nú er því síðasta tækifæri þeirra til að spýta í lófana og ná langþráðum sigri. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að sigra hingað til þá er ómetanleg sú reynsla sem stelpurnar hafa fengið með því að taka þátt í mótinu. Helmingur liðsins er fæddur 1990 og á því möguleika á að koma aftur að ári. Í öllu mótlætinu hafa stelpurnar sýnt mikinn karakter og staðið þétt saman enda staðráðnar í því að halda leiknum áfram og taka þátt í að auka veg íslensku kvennakörfunnar í framtíðinni. Í kvöld horfðu þær á leik Eista og Þjóðverja í undanúrslitum mótsins en á morgun leika Eistar og Slóvakar til úrslita. Slóvakar komust í úrslit með því að sigra Englendinga fyrr í dag í leik sem Kristinn Óskarsson dæmdi. Sendum að lokum baráttukveðjur til strákanna á Spáni.
Líður að lokum í Tallinn
30 júl. 2005Portúgalir voru andstæðingar 16 ára stúlknanna í dag í næstsíðasta leik þeirra í Evrópumótinu í Tallinn. Um hörku leik var að ræða fyrstu þrjá leikhlutana. Hins vegar kom “slæmur leikkafli” hjá íslenska liðinu í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 20 stiga tapi sem gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins. Íris var stigahæst í dag með 16 stig, Hafrún og Alma komu þar næstar og skoruðu 8 stig hvor. Ólíkt öðrum leikmönnum íslenska liðsins var Ingibjörg sjóðheit í dag, en gat hinsvegar ekki spilað leikinn af þeim sökum. Ekki er heldur útlit fyrir að hún spili á morgun þar sem hún er enn með hita. Á morgun, sunnudag, mæta stúlkurnar stöllum sínum frá Austurríki og er það síðasti leikur þeirra á þessu Evrópumóti. Nú er því síðasta tækifæri þeirra til að spýta í lófana og ná langþráðum sigri. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að sigra hingað til þá er ómetanleg sú reynsla sem stelpurnar hafa fengið með því að taka þátt í mótinu. Helmingur liðsins er fæddur 1990 og á því möguleika á að koma aftur að ári. Í öllu mótlætinu hafa stelpurnar sýnt mikinn karakter og staðið þétt saman enda staðráðnar í því að halda leiknum áfram og taka þátt í að auka veg íslensku kvennakörfunnar í framtíðinni. Í kvöld horfðu þær á leik Eista og Þjóðverja í undanúrslitum mótsins en á morgun leika Eistar og Slóvakar til úrslita. Slóvakar komust í úrslit með því að sigra Englendinga fyrr í dag í leik sem Kristinn Óskarsson dæmdi. Sendum að lokum baráttukveðjur til strákanna á Spáni.