26 júl. 2005Í dag, þriðjudag, mættu íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Ísrael. Liðin leika ólíkan körfubolta en eru mjög áþekk að getu. Segja má að slök vítanýting hafi orðið stelpunum að falli í þessum leik en 27 víti af 45 fóru forgörðum. Ísraelar leika árásargjarnan bolta og nota hvert tækifæri til að slá og ýta eins og fjöldi vítaskota íslenska liðsins gefur til kynna. Að öðru leyti spiluðu stelpurnar ágætlega og eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu þrátt fyrir tap 65-46. Atkvæðamestar að þessu sinni voru Alma með 9 stig, Íris og Kara með 8 stig hvor, Unnur Tara og Ragna Margrét voru með 7 stig hvor en saman tóku þær stöllur 27 fráköst. Á morgun mæta stelpurnar Lettum en með þeim spilar stigahæsti leikmaður mótsins til þessa. Stúlkunum finnst þær hafa verið illa sviknar af úrslitum dagsins svo vonandi verða heilladísirnar okkur hliðhollar gegn Lettum kl. 17:00 að staðartíma, eða kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Ósanngjarnt tap
26 júl. 2005Í dag, þriðjudag, mættu íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Ísrael. Liðin leika ólíkan körfubolta en eru mjög áþekk að getu. Segja má að slök vítanýting hafi orðið stelpunum að falli í þessum leik en 27 víti af 45 fóru forgörðum. Ísraelar leika árásargjarnan bolta og nota hvert tækifæri til að slá og ýta eins og fjöldi vítaskota íslenska liðsins gefur til kynna. Að öðru leyti spiluðu stelpurnar ágætlega og eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu þrátt fyrir tap 65-46. Atkvæðamestar að þessu sinni voru Alma með 9 stig, Íris og Kara með 8 stig hvor, Unnur Tara og Ragna Margrét voru með 7 stig hvor en saman tóku þær stöllur 27 fráköst. Á morgun mæta stelpurnar Lettum en með þeim spilar stigahæsti leikmaður mótsins til þessa. Stúlkunum finnst þær hafa verið illa sviknar af úrslitum dagsins svo vonandi verða heilladísirnar okkur hliðhollar gegn Lettum kl. 17:00 að staðartíma, eða kl. 14:00 að íslenskum tíma.