25 júl. 2005Frídagur U 16 stelpnanna hófst á skoðunarferð um gamla bæinn í Tallinn. Sagt er að Tallinn sé einna best varðveitta miðaldaborg í Evrópu og er m.a. á minjaskrá Unesco sem lifandi safn. Þá var aðeins kíkt í búðir en verðlagið hérna í Eistlandi gleður gestina frá Fróni verulega. Sérstaklega er þó matvara ódýr og má nefna að við höfum keypt jógúrt, brauð, grænmeti, ávexti og drykki fyrir allan hópinn - 15 manns fyrir 300 eistneskar krónur sem eru um 1500 íslenskar! Klukkan fjögur var æfing þar sem allir tóku vel á því nema fararstjórinn sem fékk sér ljúfan blund á parketinu á meðan. Í kvöld fórum við á vináttuleik karlalandsliða Eistlands og Ísrael en seint verður sagt að leikurinn hafi einkennst af trausti því Ísraelsmenn spiluðu undir verndarvæng þriggja lífvarða. Jafn og skemmtilegur leikur allt þar til í lokin að Ísraelsmenn náðu loks góðum tökum á Eistunum. Á morgun hefst dagurinn á æfingu fyrir leikinn við Ísrael sem er klukkan fimm að staðartíma eða kl. 14:00 heima. Stelpurnar eru í góðum gír, allar heilar og hlakka til að takast á við andstæðinga morgundagsins.
Frídagur í Tallinn
25 júl. 2005Frídagur U 16 stelpnanna hófst á skoðunarferð um gamla bæinn í Tallinn. Sagt er að Tallinn sé einna best varðveitta miðaldaborg í Evrópu og er m.a. á minjaskrá Unesco sem lifandi safn. Þá var aðeins kíkt í búðir en verðlagið hérna í Eistlandi gleður gestina frá Fróni verulega. Sérstaklega er þó matvara ódýr og má nefna að við höfum keypt jógúrt, brauð, grænmeti, ávexti og drykki fyrir allan hópinn - 15 manns fyrir 300 eistneskar krónur sem eru um 1500 íslenskar! Klukkan fjögur var æfing þar sem allir tóku vel á því nema fararstjórinn sem fékk sér ljúfan blund á parketinu á meðan. Í kvöld fórum við á vináttuleik karlalandsliða Eistlands og Ísrael en seint verður sagt að leikurinn hafi einkennst af trausti því Ísraelsmenn spiluðu undir verndarvæng þriggja lífvarða. Jafn og skemmtilegur leikur allt þar til í lokin að Ísraelsmenn náðu loks góðum tökum á Eistunum. Á morgun hefst dagurinn á æfingu fyrir leikinn við Ísrael sem er klukkan fimm að staðartíma eða kl. 14:00 heima. Stelpurnar eru í góðum gír, allar heilar og hlakka til að takast á við andstæðinga morgundagsins.