24 júl. 2005Íslenska U18 ára liðið tapaði úrslitaleik sínum gegn Úkraínu, [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4400-66-A-1&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]56-82[slod-], í dag. Í mótslok var valið úrvalslið mótsins og var Pavel Ermolinskij valinn í það auk þess sem hann var valinn besti maður mótsins. Það var greinilegt á leik íslenska liðsins í dag að algjört spennufall var hjá liðinu eftir að hafa tryggt sér sæti í A deildinni. Úkraínumenn leiddu með 4 stigum í hálfleik en stuttu seinna meiddist Pavel Ermolinskij og þá stungu Úkraínumennirnir af. Brynjar Björnsson var stigahæstur með 20 stig, Pavel Ermolinskij 15, Darri Hilmarsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 4, Árni Þór Jónsson 3, Emil Jóhannsson 2, Árni Ragnarsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2 og Ellert Arnarson 2. Íslenska liðið hélt strax eftir lokahátíðina í rútu til Bratislava þar sem liðið mun dvelja þar til það heldur til Íslands á þriðjudag. Það er athyglisvert að líta á þau tvö lið sem léku til úrslita í dag, þetta voru þau tvö lið sem bjuggu við lökustu aðstæður á staðnum.
Pavel valinn bestur í Slóvakíu
24 júl. 2005Íslenska U18 ára liðið tapaði úrslitaleik sínum gegn Úkraínu, [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4400-66-A-1&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]56-82[slod-], í dag. Í mótslok var valið úrvalslið mótsins og var Pavel Ermolinskij valinn í það auk þess sem hann var valinn besti maður mótsins. Það var greinilegt á leik íslenska liðsins í dag að algjört spennufall var hjá liðinu eftir að hafa tryggt sér sæti í A deildinni. Úkraínumenn leiddu með 4 stigum í hálfleik en stuttu seinna meiddist Pavel Ermolinskij og þá stungu Úkraínumennirnir af. Brynjar Björnsson var stigahæstur með 20 stig, Pavel Ermolinskij 15, Darri Hilmarsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 4, Árni Þór Jónsson 3, Emil Jóhannsson 2, Árni Ragnarsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2 og Ellert Arnarson 2. Íslenska liðið hélt strax eftir lokahátíðina í rútu til Bratislava þar sem liðið mun dvelja þar til það heldur til Íslands á þriðjudag. Það er athyglisvert að líta á þau tvö lið sem léku til úrslita í dag, þetta voru þau tvö lið sem bjuggu við lökustu aðstæður á staðnum.