22 júl. 2005Strákarnir í U-18 leika gegn Finnum á morgun klukkan 17:15 að íslenskum tíma í undanúrslitaleik B-keppni yngri landsliða 18 ára og yngri. Leikurinn í gær tók mikið á og var mikil spenna í lokin. Austurríkismenn biðu spenntir eftir úrslitum úr leiknum, en þeir voru heldur súrir þegar að strákarnir gengu til búningsherbergja með miklum látum. Við nýtum okkur fríið í dag vel, þeir sem hafa ekki spilað mikið æfa í dag í Koniarenhöllinni, flestir leikmenn eru lemstraðir en það verður allt í góðu lagi á morgun. G. Jr. Lee leikmaður Finna meiddi sig lítillega gegn Hollendingum og lék ekki í gær, en hann mun leika gegn okkur á morgun. Með sigri á morgun gæti Ísland átt lið í A-keppni í bæði 16 og 18 ára landsliðum drengja, sem í raun er lygilegt. Stemmningin í hópnum er mjög góð og eru menn stemmdir fyrir morgundeginum. Leikjaniðurröðun á morgun er eftirfarandi: 10:30 Austurríki (þriðja í E) - Portúgal (fjóðra í F) 12:45 Bosnía (fjórða í E) - Holland (þriðja í F) 15:00 Úkraína (efstir í E) - Ungverjaland (annað sæti í F) 17:15 Ísland (aðrir í E) - Finnar (efstir í F) Með kærri kveðju frá Ruzomberok, Ingi Þór
Úrslitastund á morgun
22 júl. 2005Strákarnir í U-18 leika gegn Finnum á morgun klukkan 17:15 að íslenskum tíma í undanúrslitaleik B-keppni yngri landsliða 18 ára og yngri. Leikurinn í gær tók mikið á og var mikil spenna í lokin. Austurríkismenn biðu spenntir eftir úrslitum úr leiknum, en þeir voru heldur súrir þegar að strákarnir gengu til búningsherbergja með miklum látum. Við nýtum okkur fríið í dag vel, þeir sem hafa ekki spilað mikið æfa í dag í Koniarenhöllinni, flestir leikmenn eru lemstraðir en það verður allt í góðu lagi á morgun. G. Jr. Lee leikmaður Finna meiddi sig lítillega gegn Hollendingum og lék ekki í gær, en hann mun leika gegn okkur á morgun. Með sigri á morgun gæti Ísland átt lið í A-keppni í bæði 16 og 18 ára landsliðum drengja, sem í raun er lygilegt. Stemmningin í hópnum er mjög góð og eru menn stemmdir fyrir morgundeginum. Leikjaniðurröðun á morgun er eftirfarandi: 10:30 Austurríki (þriðja í E) - Portúgal (fjóðra í F) 12:45 Bosnía (fjórða í E) - Holland (þriðja í F) 15:00 Úkraína (efstir í E) - Ungverjaland (annað sæti í F) 17:15 Ísland (aðrir í E) - Finnar (efstir í F) Með kærri kveðju frá Ruzomberok, Ingi Þór