22 júl. 2005Frumraun U16 ára landsliðs kvenna í Evrópumótinu í Tallinn endaði með of stóru tapi, 26-94. Slóvenar náðu strax yfirhöndinni með sterkri pressu sem íslensku stelpunum gekk erfiðlega að leysa. Allir leikmenn komu við sögu í leiknum en atkvæðamestar voru þær Hafrún sem var stigahæst með 8 stig og Kara sem tók 13 fráköst gegn sér mikið hærri mótherjum. Á morgun mætum við svo liði Svía en Svíar eru stelpunum ekki ókunnir þar sem liðin áttust við á Norðurlandamótinu í maí. Þess má geta að Svíar unnu Hollendinga í dag.
Tap á móti sterku liði Slóvena
22 júl. 2005Frumraun U16 ára landsliðs kvenna í Evrópumótinu í Tallinn endaði með of stóru tapi, 26-94. Slóvenar náðu strax yfirhöndinni með sterkri pressu sem íslensku stelpunum gekk erfiðlega að leysa. Allir leikmenn komu við sögu í leiknum en atkvæðamestar voru þær Hafrún sem var stigahæst með 8 stig og Kara sem tók 13 fráköst gegn sér mikið hærri mótherjum. Á morgun mætum við svo liði Svía en Svíar eru stelpunum ekki ókunnir þar sem liðin áttust við á Norðurlandamótinu í maí. Þess má geta að Svíar unnu Hollendinga í dag.