21 júl. 2005Fyrsta leik okkar í U16 ára liði kvenna hefur verið seinkað vegna opnunarhátíðar mótsins sem ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir í skipulaginu og hefur hún verið sett inn á milli leikja. Leikurinn verður ekki fyrr en kl. 19:15 að staðartíma og verður hægt að fylgjast með gangi hans á [v+]http://www.basket.ee/[v-]heimasíðu[slod-] eistneska sambandsins. Í dag röltum við um næsta nágrenni gististaðarins og skoðuðum m.a. gamlan kastala sem er í eigu háskólans. Þar nutum við frábærrar leiðsagnar 82 ára gamals unglings og þakkaði hópurinn fyrir sig með því að syngja fyrir hann "Öxar við ána" sem hljómaði ágætlega miðað við það að meiri áhersla hefur verið lögð á að æfa körfubolta en söng. Í kvöld var fyrsta æfing stelpnanna í Íþróttahöllinni og fór hún fram undir vökulum augum Slóvena sem eru okkar fyrstu andstæðingar í keppninni. Hluta af æfingatímanum tóku stelpurnar leik sem hinn fjölhæfi leiðsögumaður okkar, Cliff, dæmdi af stakri prýði enda með dómarapróf upp á vasann. Stelpurnar eru allar við ágæta heilsu og miðað við æfinguna virðast þær tilbúnar í verkefnið sem framundan er.
Leiknum við Slóvena seinkað vegna opnunarhátíðar!
21 júl. 2005Fyrsta leik okkar í U16 ára liði kvenna hefur verið seinkað vegna opnunarhátíðar mótsins sem ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir í skipulaginu og hefur hún verið sett inn á milli leikja. Leikurinn verður ekki fyrr en kl. 19:15 að staðartíma og verður hægt að fylgjast með gangi hans á [v+]http://www.basket.ee/[v-]heimasíðu[slod-] eistneska sambandsins. Í dag röltum við um næsta nágrenni gististaðarins og skoðuðum m.a. gamlan kastala sem er í eigu háskólans. Þar nutum við frábærrar leiðsagnar 82 ára gamals unglings og þakkaði hópurinn fyrir sig með því að syngja fyrir hann "Öxar við ána" sem hljómaði ágætlega miðað við það að meiri áhersla hefur verið lögð á að æfa körfubolta en söng. Í kvöld var fyrsta æfing stelpnanna í Íþróttahöllinni og fór hún fram undir vökulum augum Slóvena sem eru okkar fyrstu andstæðingar í keppninni. Hluta af æfingatímanum tóku stelpurnar leik sem hinn fjölhæfi leiðsögumaður okkar, Cliff, dæmdi af stakri prýði enda með dómarapróf upp á vasann. Stelpurnar eru allar við ágæta heilsu og miðað við æfinguna virðast þær tilbúnar í verkefnið sem framundan er.