21 júl. 2005Ísland var rétt í þessu að vinna Úkraínu með 1 stigi, 71-70 eftir háspennuleik. Þegar 2:39 voru eftir leiddu Íslendingar 66-60 eftir að hafa skorað 7 stig í röð. Ísland hvílir þá á morgun en leikur á laugardaginn við lið númer 1 í hinum milliriðlinum sem ætti að verða Finnland ef allt fer eftir bókinni. Það gæti þó orðið Ungverjaland eða Holland. Úkraína sigraði í riðli Íslands og mætir liði númer 2 í hinum milliriðlinum í undanúrslitum. Sigurvegarar þeirra leikja leika leika svo í A deild næsta ár. Það er því mikilvægur leikur hjá strákunum á laugardaginn. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur með 20 stig, Pavel Ermolinskij 19 (6 stolnir), Brynjar Björnsson 11, Darri Hilmarsson 9, Emil Jóhannsson 5, Sigurður Þorsteinsson 4 og Ólafur Torfason 3. Íslenska liðið stal 18 boltu í leiknum en tapaði 13, á meðan Úkraínumennirnir stálu 4 og töpuðu 27. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4390-E-6-3&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]Tölfræði[slod-] leiksins
Ísland vann í háspennuleik
21 júl. 2005Ísland var rétt í þessu að vinna Úkraínu með 1 stigi, 71-70 eftir háspennuleik. Þegar 2:39 voru eftir leiddu Íslendingar 66-60 eftir að hafa skorað 7 stig í röð. Ísland hvílir þá á morgun en leikur á laugardaginn við lið númer 1 í hinum milliriðlinum sem ætti að verða Finnland ef allt fer eftir bókinni. Það gæti þó orðið Ungverjaland eða Holland. Úkraína sigraði í riðli Íslands og mætir liði númer 2 í hinum milliriðlinum í undanúrslitum. Sigurvegarar þeirra leikja leika leika svo í A deild næsta ár. Það er því mikilvægur leikur hjá strákunum á laugardaginn. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur með 20 stig, Pavel Ermolinskij 19 (6 stolnir), Brynjar Björnsson 11, Darri Hilmarsson 9, Emil Jóhannsson 5, Sigurður Þorsteinsson 4 og Ólafur Torfason 3. Íslenska liðið stal 18 boltu í leiknum en tapaði 13, á meðan Úkraínumennirnir stálu 4 og töpuðu 27. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4390-E-6-3&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]Tölfræði[slod-] leiksins