19 júl. 2005Nú er nýlokið leik Íslendinga og Austurríkismanna á EM U-18 í Ruzomberok í Slóvakíu. Austurríkismenn fóru með sigur af hólmi 71-67 eftir að íslenska liðið hafði leitt með 15 stigum í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði mun betur en það austurríska, jók forystuna jafnt og þétt og leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25. En þriðji leikhlutinn var hrein hörmung hjá liðinu og skoraði liðið aðeins 7 stig í honum, en þeir austurrísku 19. Austurríkismennirnir sigu svo fram úr í fjórða leikhlutanum og sigruðu á endanum með 4 stigum. Íslenska liðið skaut 25 þriggjastigaskotum í leiknum og hitti úr 3. Pavel Ermolinskij var stigahæstur með 20 stig (17 fráköst, 8 stoðs, 10 tapaða bolta), Hörður Vilhjálmsson var með 11 stig, Ólafur Torfason 10, Darri Hilmarsson 9, Sigurður Þorsteinsson 6, Árni Ragnarsson 5, Brynjar Björnsson 3 (0/10 í þriggja) og Emil Jóhannsson 3. Nánari [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4390-E-2-1&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]tölfræði[slod-]
Tap fyrir Austurríki
19 júl. 2005Nú er nýlokið leik Íslendinga og Austurríkismanna á EM U-18 í Ruzomberok í Slóvakíu. Austurríkismenn fóru með sigur af hólmi 71-67 eftir að íslenska liðið hafði leitt með 15 stigum í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði mun betur en það austurríska, jók forystuna jafnt og þétt og leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25. En þriðji leikhlutinn var hrein hörmung hjá liðinu og skoraði liðið aðeins 7 stig í honum, en þeir austurrísku 19. Austurríkismennirnir sigu svo fram úr í fjórða leikhlutanum og sigruðu á endanum með 4 stigum. Íslenska liðið skaut 25 þriggjastigaskotum í leiknum og hitti úr 3. Pavel Ermolinskij var stigahæstur með 20 stig (17 fráköst, 8 stoðs, 10 tapaða bolta), Hörður Vilhjálmsson var með 11 stig, Ólafur Torfason 10, Darri Hilmarsson 9, Sigurður Þorsteinsson 6, Árni Ragnarsson 5, Brynjar Björnsson 3 (0/10 í þriggja) og Emil Jóhannsson 3. Nánari [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&gameID=4390-E-2-1&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2005&roundID=3778&teamID=&[v-]tölfræði[slod-]