17 júl. 2005Rétt í þessu var að ljúka leik Íslendinga og Finna á EM U-18 karla í Ruzomberok í Slóvakíu. Skemmst er frá því að segja að Íslendingar sigruðu 75-68 eftir að hafa leitt 40-27 í hálfleik, og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Pavel Ermolinskij var stighæstur Íslendinga með 22 stig (10 fráköst), Árni Ragnarsson var með 14 stig og Brynjar Þór Björnsson með 13 stig (9/9 á vítalínunni). Sá er þetta ritar hefur ekki alveg áttað sig á hvað tekur nú við hjá íslenska liðinu en það mun þó leika í fjögurra liða milliriðli áður en undanúrslitin taka við. Líklegast er að liðið fari í riðil með Finnum, Úkraínu og Hollandi eða Írlandi. Næsti leikur er hjá liðinu á þriðjudag.
Sigur í riðlinum
17 júl. 2005Rétt í þessu var að ljúka leik Íslendinga og Finna á EM U-18 karla í Ruzomberok í Slóvakíu. Skemmst er frá því að segja að Íslendingar sigruðu 75-68 eftir að hafa leitt 40-27 í hálfleik, og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Pavel Ermolinskij var stighæstur Íslendinga með 22 stig (10 fráköst), Árni Ragnarsson var með 14 stig og Brynjar Þór Björnsson með 13 stig (9/9 á vítalínunni). Sá er þetta ritar hefur ekki alveg áttað sig á hvað tekur nú við hjá íslenska liðinu en það mun þó leika í fjögurra liða milliriðli áður en undanúrslitin taka við. Líklegast er að liðið fari í riðil með Finnum, Úkraínu og Hollandi eða Írlandi. Næsti leikur er hjá liðinu á þriðjudag.