16 júl. 2005"Við erum mjög ósáttir við eigin frammistöðu og erum líkt og önnur lið hér í mótinu í vandræðum með boltann", sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari U-18 ára liðsins sem tapaði fyrir Svíum í gær í Evrópukeppninni í Slóvakíu. Ingi kom smáskilaboðum til KKÍ, en eins og fram hefur komið hér á vefnum er aðstaðan sem liðinu er boðið uppá í Slóvakíu, ekki upp á marga fiska. Aðgengi að nettengdri tölvu er þar engin undantekning, en aðeins er hægt að komast í tæri við slíkt galdratæki á vissum tímum dagsins. Ingi sagði að vandræðin með boltann stöfuðu af því hve sleypur hann væri og það bitnaði ekki hvað síst á íslenska liðinu sem byggir meira á að leika með boltann fyrir utan teig, þannig að þau lið sem eru með hávaxna leikmenn eiga síður á hættu á missa boltann. Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni, en keppnisboltar FIBA-Europe er af annarri gerð en við erum vön hér á Íslandi og öllu lakari. Í fyrrasumar var U-16 ára liðið einnig í vandræðum með boltann í Evrópumótinu í Englandi. Þá var gripið á það ráð að fá magnesíum að láni hjá fimleikasambandinu og senda liðinu út. Nú er unnið að því að útvega liðinu slíkt törfaduft, ef það mætti verða til þess að liðið tapaði færri boltum. Liðið mætir Makedóníu í dag, en Makedónía tapaði fyrir Finnum í gær.
Ósáttir við tapið gegn Svíum
16 júl. 2005"Við erum mjög ósáttir við eigin frammistöðu og erum líkt og önnur lið hér í mótinu í vandræðum með boltann", sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari U-18 ára liðsins sem tapaði fyrir Svíum í gær í Evrópukeppninni í Slóvakíu. Ingi kom smáskilaboðum til KKÍ, en eins og fram hefur komið hér á vefnum er aðstaðan sem liðinu er boðið uppá í Slóvakíu, ekki upp á marga fiska. Aðgengi að nettengdri tölvu er þar engin undantekning, en aðeins er hægt að komast í tæri við slíkt galdratæki á vissum tímum dagsins. Ingi sagði að vandræðin með boltann stöfuðu af því hve sleypur hann væri og það bitnaði ekki hvað síst á íslenska liðinu sem byggir meira á að leika með boltann fyrir utan teig, þannig að þau lið sem eru með hávaxna leikmenn eiga síður á hættu á missa boltann. Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni, en keppnisboltar FIBA-Europe er af annarri gerð en við erum vön hér á Íslandi og öllu lakari. Í fyrrasumar var U-16 ára liðið einnig í vandræðum með boltann í Evrópumótinu í Englandi. Þá var gripið á það ráð að fá magnesíum að láni hjá fimleikasambandinu og senda liðinu út. Nú er unnið að því að útvega liðinu slíkt törfaduft, ef það mætti verða til þess að liðið tapaði færri boltum. Liðið mætir Makedóníu í dag, en Makedónía tapaði fyrir Finnum í gær.