11 júl. 2005Mjög stutt er frá hóteli keppenda á EM U20 í Búlgaríu niður á sólarströnd. Þar er krökkt af fólki, enda veðrið frábært, um 30 stiga hiti, svokallað "fimmbola veður". Menn svitna stanslaust allan daginn og ekki síður á kvöldin eftir sólsetur. Á ströndinni eru með 100 metra millibili fáklæddar blómarósir, ekki mjög illa vaxnar fram, með bekki og bjóða þær uppá "nudd". Strákarnir voru fljótir að koma auga á þennan möguleika þegar þeir fengu "bæjarleyfi" til að slaka á. Þegar Bojan var búinn að finna alvöru nuddara í líkamsrækt hótelsins, reyndar karlmann, og panta tíma fyrir liðið fyrir leikinn gegn Pólverjum, spurðu strákarnir hvort þeir mættu ekki bara fara í nudd á ströndinni í staðinn? Það væri alveg jafn gott! Bojan svaraði: "Heyrðu, strákar mínir. Ekkert erótískt nudd núna!!"
";Erótískt nudd,quot;
11 júl. 2005Mjög stutt er frá hóteli keppenda á EM U20 í Búlgaríu niður á sólarströnd. Þar er krökkt af fólki, enda veðrið frábært, um 30 stiga hiti, svokallað "fimmbola veður". Menn svitna stanslaust allan daginn og ekki síður á kvöldin eftir sólsetur. Á ströndinni eru með 100 metra millibili fáklæddar blómarósir, ekki mjög illa vaxnar fram, með bekki og bjóða þær uppá "nudd". Strákarnir voru fljótir að koma auga á þennan möguleika þegar þeir fengu "bæjarleyfi" til að slaka á. Þegar Bojan var búinn að finna alvöru nuddara í líkamsrækt hótelsins, reyndar karlmann, og panta tíma fyrir liðið fyrir leikinn gegn Pólverjum, spurðu strákarnir hvort þeir mættu ekki bara fara í nudd á ströndinni í staðinn? Það væri alveg jafn gott! Bojan svaraði: "Heyrðu, strákar mínir. Ekkert erótískt nudd núna!!"