11 júl. 2005Allir leikmenn íslenska U20 landsliðsins fá að taka þátt í leikjum liðsins á EM í Búlgaríu. Í leiknum gegn Pólverjum í gær voru byrjunarliðsmennirnir ekki allir með flestar mínuturnar. Það er ekki oft sem 10. maður, sá sem leikur fæstar mínútur í liði, fái rúmlega 8 1/2 mínútu í leik. Fleiri dæmi eru um það að 2-3 leikmenn dúsi allan timann á tréverkinu. Ágúst lék mest, 31:45 mín, Viðar 27:36 mín, Grétar 22:07, Elvar 21:31 af bekknum, Ragnar 21:16, Bjarni 20:49 af bekknum, Svenni 19:29 og Steingrímur 17:02, Friðrik 09:48, Hörður 08:37 af bekknum. Það er líka sérkennilegt að nánast allir íslensku leikmennirnir þurfa að vera klárir að spila allar stöður á vellinum. Þannig hafa t.d. Bjarni og Svenni leikið leikstjórnanda, þrist og fjarka, glímandi við menn uppá vel rúmlega 2 metra en þessir leikmenn eru 185 og 191 sm. Hörður og Elvar spila mest stöður 4 og 5 en þeir eru báðir undir 190 sm. Bojan hefur lika oft gripið til þess að skipta á öllum skrínum, því það er bitamunur en ekki fjar hvort Íslendingur uppá 180 sm eda 188 sm lendir í því að dekka sleggju sem er nánast tvöfalt stærri! Helsta gamanmál Bojans í morgunmatnum er að segja við Steina (180 sm.): "Steini, Steini, sjáðu bara (bendir á Georgíumanninn, Pólverjann eða Slóvakann sem eru um 2,20 m.). Þú bara fronta þennan á morgun."
Allir með
11 júl. 2005Allir leikmenn íslenska U20 landsliðsins fá að taka þátt í leikjum liðsins á EM í Búlgaríu. Í leiknum gegn Pólverjum í gær voru byrjunarliðsmennirnir ekki allir með flestar mínuturnar. Það er ekki oft sem 10. maður, sá sem leikur fæstar mínútur í liði, fái rúmlega 8 1/2 mínútu í leik. Fleiri dæmi eru um það að 2-3 leikmenn dúsi allan timann á tréverkinu. Ágúst lék mest, 31:45 mín, Viðar 27:36 mín, Grétar 22:07, Elvar 21:31 af bekknum, Ragnar 21:16, Bjarni 20:49 af bekknum, Svenni 19:29 og Steingrímur 17:02, Friðrik 09:48, Hörður 08:37 af bekknum. Það er líka sérkennilegt að nánast allir íslensku leikmennirnir þurfa að vera klárir að spila allar stöður á vellinum. Þannig hafa t.d. Bjarni og Svenni leikið leikstjórnanda, þrist og fjarka, glímandi við menn uppá vel rúmlega 2 metra en þessir leikmenn eru 185 og 191 sm. Hörður og Elvar spila mest stöður 4 og 5 en þeir eru báðir undir 190 sm. Bojan hefur lika oft gripið til þess að skipta á öllum skrínum, því það er bitamunur en ekki fjar hvort Íslendingur uppá 180 sm eda 188 sm lendir í því að dekka sleggju sem er nánast tvöfalt stærri! Helsta gamanmál Bojans í morgunmatnum er að segja við Steina (180 sm.): "Steini, Steini, sjáðu bara (bendir á Georgíumanninn, Pólverjann eða Slóvakann sem eru um 2,20 m.). Þú bara fronta þennan á morgun."