29 jún. 2005Það verður umfangsmikið mótahald á vegum FIBA-Europe í sumar fyrir yngri landsliðin. Alls eru 14 mót á dagskrá í þremur aldurflokkum og tveimur deildum pilta og stúlkna auk Promotin cup fyrir U-18 ára pilta og stúlkur. Ísland sendir fimm landslið í Evrópukeppni af sex mögulegum, en tekur ekki lengur þátt í Promotion cup. Mótin hefjast fljótlega í júlí og það verður U-20 ára landslið karla sem fyrst heldur til keppni. Liðið tekur þátt í B-deild Evrópumótsins, en leikið verður í Varna í Búlgaríu. Þjálfari liðsins er Bojan Desnica. Síðan tekur hver liðið við af öðru uns U-18 ára lið kvenna leikur í B-deildinni í ágúst. Eina unglingaliðið frá Norðurlöndum sem leikur í A-deild, er U-16 ára lið Íslands sem keppir Í leon á Spáni 29. júlí - 7. ágúst. Nánar verður fjallað um hver lið hér á vefnum þegar nær dregur Evrópukeppni hvers liðs, en fyrst verður sagt frá U-20 ára liðinu sem heldur áleiðis til Búlgaríu 6. júlí nk. mt: Fjögur af þeim fimm liðum sem Ísland sendir í Evrópukeppni í sumar.