23 jún. 2005Eins og skýrt var frá hér á vefnum í síðustu viku verður haldinn sérstakur fundur Norðurlandaþjóðanna með Nar Zanolin framkvæmdastjóra FIBA-Europe hér á landi á laugardaginn. Nar Zanolin kemur til Íslands seint í kvöld ásamt Stephany eiginkonu sinni. Þá koma í dag og á morgun fulltrúar Norðurlandanna hver af öðrum til landsins. Sá fyrsti, Birgitte Melbye, framkvæmdastjóri danska körfuknattleikssambandsins, kom reyndar til landsins í gærkvöldi. mt: Nar Zanolin og eiginkona hans Stephany, ásamt Ólafi Rafnssyni formanni KKÍ.
Fyrsti gesturinn kominn til landsins
23 jún. 2005Eins og skýrt var frá hér á vefnum í síðustu viku verður haldinn sérstakur fundur Norðurlandaþjóðanna með Nar Zanolin framkvæmdastjóra FIBA-Europe hér á landi á laugardaginn. Nar Zanolin kemur til Íslands seint í kvöld ásamt Stephany eiginkonu sinni. Þá koma í dag og á morgun fulltrúar Norðurlandanna hver af öðrum til landsins. Sá fyrsti, Birgitte Melbye, framkvæmdastjóri danska körfuknattleikssambandsins, kom reyndar til landsins í gærkvöldi. mt: Nar Zanolin og eiginkona hans Stephany, ásamt Ólafi Rafnssyni formanni KKÍ.