14 jún. 2005Elítubúðir KKÍ, þær fyrri í sumar, voru haldnar í íþróttahúsi Seljaskóla um helgina. Krökkunum var skipt upp í þrjá hópa, en alls voru 170-180 krakkar í búðunum. Það voru árgangar 1992-1994 hjá strákum sem voru í búðunum auk stúlkna sem fæddar eru 1991-1993. Krakkarnir voru tilnefnd frá félögunum sem þau æfa hjá og þau eiga að bæta aftur í seinni Elítubúðirnar sem verða´27.-28. ágúst. Það voru unglingalandsliðsþjálfararnir Einar Árni Jóhannsson og Ingi Þór Steinþórsson sem höfðu veg og vanda að búðunum að þessu sinni auk aðstoðarmanna.
Mikill fjöldi í Elítubúðunum
14 jún. 2005Elítubúðir KKÍ, þær fyrri í sumar, voru haldnar í íþróttahúsi Seljaskóla um helgina. Krökkunum var skipt upp í þrjá hópa, en alls voru 170-180 krakkar í búðunum. Það voru árgangar 1992-1994 hjá strákum sem voru í búðunum auk stúlkna sem fæddar eru 1991-1993. Krakkarnir voru tilnefnd frá félögunum sem þau æfa hjá og þau eiga að bæta aftur í seinni Elítubúðirnar sem verða´27.-28. ágúst. Það voru unglingalandsliðsþjálfararnir Einar Árni Jóhannsson og Ingi Þór Steinþórsson sem höfðu veg og vanda að búðunum að þessu sinni auk aðstoðarmanna.