7 jún. 2005Það var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ sem afhenti kvennalandsliðinu silfurverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum í Andorra fyrir helgi. Stelpurnar gengu fylktu liði inn í körfuboltahöllina ásamt liði Lúxemborgar sem hlaut gullverðlaun og liði Möltu sem hlaut bronsverðlaun. Það var forseti Ólympíusambands Lúxemborgar sem afhenti verðlaunin ásamt Ellert. Ekki tókst að koma myndum frá verðlaunaafhendingunni á netið fyrr en nú af tæknilegum ástæðum.
Ellert afhenti stelpunum silfrið
7 jún. 2005Það var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ sem afhenti kvennalandsliðinu silfurverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum í Andorra fyrir helgi. Stelpurnar gengu fylktu liði inn í körfuboltahöllina ásamt liði Lúxemborgar sem hlaut gullverðlaun og liði Möltu sem hlaut bronsverðlaun. Það var forseti Ólympíusambands Lúxemborgar sem afhenti verðlaunin ásamt Ellert. Ekki tókst að koma myndum frá verðlaunaafhendingunni á netið fyrr en nú af tæknilegum ástæðum.