30 maí 2005Landslið karla og kvenna komu til Andorra í gærkvöldi eftir langt ferðalag. Flogið var til Barcelona, en ÍSÍ var med leiguflug á vegum Icelandair fyrir íslenska hópinn, sem telur allt í allt á þriðja hundrað manns. Sídan var farið med rútu upp í fjöllin til Andorra. Liðin æfa í dag og búa sig undir leikina sem hefjast á morgun, mánudag. Í kvöld kl. 21.00 að staðartíma er svo setningarathöfn Smáþjóðaleikanna á aðalleikvanginum hér í Andorra. Búist er við rigningu hér í dag, en í gæ var sól og 25 gráððu hiti. ÍSÍ-menn eru þó vid öllu búnir og eru með regnstakka klára á allan mannskapinn komi dropi úr lofti í kvöld. Sú breyting varð á karlalandsliðinu að reynslumesti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Friðrik Stefánsson, gat ekki farið í ferðina vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu. Þar er sannarlega skarð fyrir skyldi, en þrátt fyrir það eru allir ákveðnir í að gera sitt allra besta hér á leikunum. Allir aðrir eru heilir og biðja ad heilsa heim!