23 maí 2005Jakob Sigurðarson hefur verið valinn íþróttamaður ársins í Birmingham Southern College, ásamt hafnaboltaleikmanni. Það er mikill heiður sem Jakobi er sýndur með þessari útnefningu, en hann hefur verið aðalstigaskorari skólans undanfarin tvö ár. Jakob, sem var á lokaári sínu í skólanum í vetur, skoraði 15,3 stig að meðaltali í leik og var í tveimur mótum valinn í úrvalslið. Þá er Jakob fjórði stigahæsti leikmaður BSC frá upphafi með 1.468 stig.
Jakob valinn íþróttamaður ársins í BSC
23 maí 2005Jakob Sigurðarson hefur verið valinn íþróttamaður ársins í Birmingham Southern College, ásamt hafnaboltaleikmanni. Það er mikill heiður sem Jakobi er sýndur með þessari útnefningu, en hann hefur verið aðalstigaskorari skólans undanfarin tvö ár. Jakob, sem var á lokaári sínu í skólanum í vetur, skoraði 15,3 stig að meðaltali í leik og var í tveimur mótum valinn í úrvalslið. Þá er Jakob fjórði stigahæsti leikmaður BSC frá upphafi með 1.468 stig.