12 maí 2005Fyrirtækjabikar KKÍ, sem gengið hefur undir nafninu Hópbílabiklarinn undanfarin tvö ár, fer fram í tíunda sinn nk. haust. Höttur, nýliðarnir í úrvalsdeildinni, taka nú þátt í þessari keppni í fyrsta sinn og eru þeir eina nýja félagið í keppninni að þessu sinni. Mótherjar þeirra í 16-liða úrslitum verða Njarðvíkingar. Keppnin ber jafnan nafn þess fyrirtækis sem styður keppnina hverju sinni og hefur keppnin kallast Lengjubikarinn, Eggjabikarinn, Kjörísbikarinn og Hópbílabikarinn þau níu ár sem keppnin hefur verið haldin. Í 16-liða úrslitum keppninnar í haust mætast Keflavík - Stjarnan, UMFN - Höttur, UMFG - haukar, KR - Hamar/selfoss, Skallagrímur - Þór Ak., Fjölnir - KFÍ, ÍR - Tindastóll og Snæfell - Valur. Núverandi meistarar í kepninni eru Snæfell. Ekki er enn ljós hvaða félög mætast í 8-liða úrslitum kvenna, en þar eiga félögin í 1. deild fast sæti. Hægt er að skoða fyrstu drög að niðurröðun leikja í keppninni [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-]hér á vefnum[slod-].
Hópbílabikarinn - Höttur eina nýja félagið
12 maí 2005Fyrirtækjabikar KKÍ, sem gengið hefur undir nafninu Hópbílabiklarinn undanfarin tvö ár, fer fram í tíunda sinn nk. haust. Höttur, nýliðarnir í úrvalsdeildinni, taka nú þátt í þessari keppni í fyrsta sinn og eru þeir eina nýja félagið í keppninni að þessu sinni. Mótherjar þeirra í 16-liða úrslitum verða Njarðvíkingar. Keppnin ber jafnan nafn þess fyrirtækis sem styður keppnina hverju sinni og hefur keppnin kallast Lengjubikarinn, Eggjabikarinn, Kjörísbikarinn og Hópbílabikarinn þau níu ár sem keppnin hefur verið haldin. Í 16-liða úrslitum keppninnar í haust mætast Keflavík - Stjarnan, UMFN - Höttur, UMFG - haukar, KR - Hamar/selfoss, Skallagrímur - Þór Ak., Fjölnir - KFÍ, ÍR - Tindastóll og Snæfell - Valur. Núverandi meistarar í kepninni eru Snæfell. Ekki er enn ljós hvaða félög mætast í 8-liða úrslitum kvenna, en þar eiga félögin í 1. deild fast sæti. Hægt er að skoða fyrstu drög að niðurröðun leikja í keppninni [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-]hér á vefnum[slod-].