11 maí 2005Stjórn KKÍ lýsir yfir harmi sínum með það að leikmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Mál þetta er áminning þess að hreyfingin þurfi sífellt að halda vöku sinni, stöðugum áróðri og fræðslu gegn þeim vágesti sem lyfjamisnotkun innan íþrótta er. Hvetur stjórn KKÍ aðildarfélög sín til þess að brýna reglulega fyrir leikmönnum og öðrum að kynna sér lagaákvæði íþróttahreyfingarinnar um lyfjamál, sem m.a. má finna á lyfjavef ÍSÍ. Stjórn KKÍ lýsir trausti á viðeigandi eftirlitsaðilum, s.s. lyfjaeftirlitsnefnd og lyfjaráði ÍSÍ. Tekin hafa verið allmörg sýni í keppni í körfuknattleik á yfirstandandi keppnistímabili og hefur verið leitt í ljós að eftirlitið er skilvirkt. Stjórn KKÍ mun vinna náið með viðeigandi aðilum til þess að leiða mál þetta til lykta, og vinna áfram sameiginlega gegn lyfjamisnotkun innan hreyfingarinnar. Orsakir lyfjamisnotkunar geta verið mismunandi, en þótt vera kunni að misnotkun eigi sér félagslegar orsakir fremur en íþróttalega árangurstengdar, þá er engu að síður um að ræða brot á reglum íþróttahreyfingarinnar – sem eigi er unnt að líta framhjá, og ber því að refsa með viðurlögum lögum samkvæmt. Stjórn KKÍ
Yfirlýsing vegna lyfjamáls
11 maí 2005Stjórn KKÍ lýsir yfir harmi sínum með það að leikmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Mál þetta er áminning þess að hreyfingin þurfi sífellt að halda vöku sinni, stöðugum áróðri og fræðslu gegn þeim vágesti sem lyfjamisnotkun innan íþrótta er. Hvetur stjórn KKÍ aðildarfélög sín til þess að brýna reglulega fyrir leikmönnum og öðrum að kynna sér lagaákvæði íþróttahreyfingarinnar um lyfjamál, sem m.a. má finna á lyfjavef ÍSÍ. Stjórn KKÍ lýsir trausti á viðeigandi eftirlitsaðilum, s.s. lyfjaeftirlitsnefnd og lyfjaráði ÍSÍ. Tekin hafa verið allmörg sýni í keppni í körfuknattleik á yfirstandandi keppnistímabili og hefur verið leitt í ljós að eftirlitið er skilvirkt. Stjórn KKÍ mun vinna náið með viðeigandi aðilum til þess að leiða mál þetta til lykta, og vinna áfram sameiginlega gegn lyfjamisnotkun innan hreyfingarinnar. Orsakir lyfjamisnotkunar geta verið mismunandi, en þótt vera kunni að misnotkun eigi sér félagslegar orsakir fremur en íþróttalega árangurstengdar, þá er engu að síður um að ræða brot á reglum íþróttahreyfingarinnar – sem eigi er unnt að líta framhjá, og ber því að refsa með viðurlögum lögum samkvæmt. Stjórn KKÍ