11 maí 2005Höttur og Þór Ak., nýliðarnir í úrvalsdeildinni, munu mætast í 1. umferð deildarinnar í haust. Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja titilvörn sína í Seljaskóla gegn ÍR-ingum. Það er því ljóst að hart verður barist þegar í 1. umferð. Aðrir leikir í 1. umferð eru: Fjölnir - KR, UMFG - Haukar, UMFN - Skallagrímur og Snæfell - Hamar/Selfoss. Nýliðar Breiðabliks í 1. deild kvenna mæta Njarðvík á útivelli í 1. umferð, á meðan Íslandsmeistarar Keflavíkur leika gegn ÍS í Kennaraháskólanum. Þá leika bikarmeistarar Hauka gegn UMFG. Í 1. deild karla halda nýliðarnir í Hrafnaflókatil Víkur og mæta þar Drangi í 1. umferðinni. Reynismenn munu hins vegar mæta Blikum í Smáranum. Fyrsti leikur Tindastóls í 1. deild eftir 17 ár í úrvalsdeild verður gegn Stjörnunni á Króknum í byrjun október. Þá munu KFÍ-menn halda suður í 1. umferð og leika gegn Stúdentum. Þór Þorl. á heimaleik gegn Val. Hægt er að skoða fyrstu drög að niðurröðun leikja í Íslandsmótinu [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-]hér á vefnum[slod-].