8 maí 2005Íslensku unglingalandsliðin unnu til tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á lokadegi NM unglingalandsliða sem fram fór í Svíþjóð. Báðir úslitaleikirnir töpuðust; strákarnir í U-16 töpuðu 64-60 á móti Svíum og U-18 stelpurnar töpuðu með 22 stigum - einnig gegn Svíum. U-16 stelpurnar urðu í fjórða sæti, þannig að ekkert liðanna rak lestina í sínum aldursflokki. Liðin sýndu að árangurinn frá í fyrra var engin tilviljun og sýndu að þau eiga vel heima á þessu móti. Öll liðin áttu möguleika á verðlaunum. U-16 stelpurnar töpuðu 85-65 gegn Finnum í leik um 3ja sætið. Íslenska liðið byrjaði vel en Finnar höfðu yfir 41-37 í hálfleik, en íslensku stelpurnar hófu seinni hálfleik mjög vel og komust 4 stigum yfir en þá komu 16 stig í röð hjá Finnum sem gerði út um leikinn og þær unnu að lokum með 20 stiga mun. Stig Íslands: Margrét Kara Sturludóttir 20, Íris Sverrisdóttir 13, Unnur Tara Jónsdóttir 11, Alma Rut Garðarsdóttir 7, Ragna Margrét Brynjarsdótir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2. U-18 strákarnir unnu Noreg í leik um 3ja sæti 86-81. Íslenska liðið var betra liðið mestallan leikinn og með 20 stiga forskot eftir þrjá fyrstu leikhlutana 71-51, en Norðmenn skoruðu 16 stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 81-82, en íslensku strákarnir kláruðu leikinn með því að skora 4 síðustu stigin og tryggðu sér þar með bronsverðlauninn á mótinu. Stig Íslands: Brynjar Þór Björnsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Ellert Arnarson14, Hörður Vilhjálmsson 7, Darri Hilmarsson 5, Hörður Hreiðarsson 5, Ólafur Torfason 4, Árni Ragnarson 4, Emil Þór Jóhannsson 4. U-18 stelpurnar áttu aldrei möguleika gegn geysisterku liði Svía sem náði mest 33 stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta 64-31. Íslensku stelpurnar áttu ágætis endasprett og minnkuðu muninn í 22 stig ekki síst vegna Ingibjargar Elvu Vilbergsdóttur sem skoraði 4 þriggjastiga körfur í fjórða leikhluta. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 stig,(10 fráköst, 9 stoðsendingar), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 4, Bára Bragadóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig, (9 fráköst), Guðrún Ósk Ámundadóttir 1. U-16 strákarnir töpuðu með 4 stigum gegn Svíum í jöfnum og spennandi leik þar sem Svíar höfðu þó alltaf frumkvæðið voru yfir 20-14 eftir 1. leikhluta. Í hálfleik munaði bara einu stigi 30-31 en íslenska liðið komst yfir 25-30 en Svíar skoruðu 6 síðustu stig hálfleiksins. Íslenska liðið komst aldrei yfir aftur. Breiddin var mun meiri hjá Svíum en bekkurinn þeirra skoraði 46 stig gegn einu af bekknum hjá íslenska liðinu. Stig Íslands: Hjörtur Hrafn Einarsson 24 stig og 10 fráköst, Þröstur Jóhannsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 13, Elías Kristjánsson 3, Örn Sigurðarson og Páll Fannar Helgason með eitt stig hvor.