4 maí 2005Þrátt fyrir að körfuknattleiks iðkendur í heiminum skiptist 60/40 milli karla og kvenna, körlum í hag, er ekki sama hlutfall upp á teningnum þegar kemur að dómurum, þjálfurum og forsvarsmönnum í körfuknattleik. Hlutfall kvenna meðal FIBA-dómara í heiminum er aðeins 5,5% FIBA hyggst ýta af stað átaki í samvinnu við álfusamböndin til að þetta hlutfall verði komið upp í 10% árið 2007. Alls eru 996 FIBA dómara í heiminum og af þeim eru aðeins 55 konur. Í aðildarlöndum FIBA, sem eru 212 talsins, eru um 350 þúsund dómarar. Fjöldi FIBA kvendómara eftir álfum er sem hér segir: Asía 11, Ameríka 29, Afríka 4, Evrópa 7 og Eyjaálfa 4.
Fáar konur í dómgæslu
4 maí 2005Þrátt fyrir að körfuknattleiks iðkendur í heiminum skiptist 60/40 milli karla og kvenna, körlum í hag, er ekki sama hlutfall upp á teningnum þegar kemur að dómurum, þjálfurum og forsvarsmönnum í körfuknattleik. Hlutfall kvenna meðal FIBA-dómara í heiminum er aðeins 5,5% FIBA hyggst ýta af stað átaki í samvinnu við álfusamböndin til að þetta hlutfall verði komið upp í 10% árið 2007. Alls eru 996 FIBA dómara í heiminum og af þeim eru aðeins 55 konur. Í aðildarlöndum FIBA, sem eru 212 talsins, eru um 350 þúsund dómarar. Fjöldi FIBA kvendómara eftir álfum er sem hér segir: Asía 11, Ameríka 29, Afríka 4, Evrópa 7 og Eyjaálfa 4.