28 apr. 2005Dynamo St. Petersburg sigraði Kyiv frá Úkraínu, 85-74, í úrslitaleik FIBA Europe League í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Jón Arnór og félagar hans eru því Evrópumeistarar í körfuknattleik. Engin Íslendingur hefur áður orðið Evrópumeistari í körfuknattleik, en slík hefur gerst í öðrum boltagreinum, a.m.k. hefur bróðir Jóns Arnórs, Ólafur, orðið Evrópumeistari með Magdeburg í handknattleik. Ólafur mun einnig leika til úrslita í þeirri keppni nú um næstu helgi. Jón Arnór lék í 29 mínútur í leiknum í dag og skoraði 9 stig. Nú er bara að sjá hvort þrír íslenskir boltaíþróttamenn verða Evrópumeistarar nú í vor. Eiður Smári á enn góða möguleika með Chelsea, en a.m.k. einn titill er í höfn. Til hamingju Jón Arnór! [v+]myndir/DSP EM meistarar 1.jpg[v-]Liðsmynd[slod-] [v+]myndir/JAS gegn Kiyv 1 apr 2005.jpg[v-]Jón Arnór í leiknum[slod-] [v+]myndir/JAS gegn Kiyv apr 2005.jpg[v-]Jón Arnór að skora[slod-] Myndir af vef FIBA Europe.