22 apr. 2005Þrír aðilar sem lengi hafa starfað innan körfuknattleikshreyfingarinnar voru heiðraðir með silfurmerki sambandsins á lokahófinu í Stapanum sl. miðvikudag. Þeir voru Hrannar Hólm, Friðrik Ingi Rúnarsson og Benedikt Guðmundsson. Allir hafa þeir verið leikmenn og þjálfarar og langt árabil, en hafa einnig tengst körfuknattleik á annan hátt. Friðrik Ingi og Benedikt hafa að undanförnu komið að sjónvarpslýsingum frá körfboltaleikjum og Hrannar er núverandi formaður landsliðsnefndar KKÍ. Hann hefur einnig verið virkur á þingum sambandsins undanfarin áratug. Þessir heiðursmenn hafa einnig allir komið að þjálfun landsliða Íslands um lengri eða skemmri tíma.
Þrír hlutu silfurmerki
22 apr. 2005Þrír aðilar sem lengi hafa starfað innan körfuknattleikshreyfingarinnar voru heiðraðir með silfurmerki sambandsins á lokahófinu í Stapanum sl. miðvikudag. Þeir voru Hrannar Hólm, Friðrik Ingi Rúnarsson og Benedikt Guðmundsson. Allir hafa þeir verið leikmenn og þjálfarar og langt árabil, en hafa einnig tengst körfuknattleik á annan hátt. Friðrik Ingi og Benedikt hafa að undanförnu komið að sjónvarpslýsingum frá körfboltaleikjum og Hrannar er núverandi formaður landsliðsnefndar KKÍ. Hann hefur einnig verið virkur á þingum sambandsins undanfarin áratug. Þessir heiðursmenn hafa einnig allir komið að þjálfun landsliða Íslands um lengri eða skemmri tíma.