13 apr. 2005Körfuknattleiksmót í Fantadeildinni verður haldið í Bolungarvík á laugardag og er það fyrsta mót deildarinnar í vetur. „Við ætluðum að halda mót 2. apríl en þá var ófært yfir á suðurfirðina og mótinu því aflýst. Við vonum bara að veðurguðirnir verði okkur nú hliðhollir“, segir Karl Jónsson, einn af stjórnendum deildarinnar. Þátttakendur koma frá Bolungarvík, Ísafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Alls taka um 120 krakkar á aldrinum 10-11 ára þátt og hefur deildin stækkað um tæplega helming síðan í fyrra. Fantadeildin er ætluð sem samstarfsvettvangur körfuknattleiksliða á Vestfjörðum og eitt helsta markmið hennar er að ná til smærri byggðarlaga í fjórðungnum. „Mótið um næstu helgi átti að vera á Þingeyri en fjöldi þátttakenda er svo mikill að hann mundi sprengja húsið þar utan af sér. Við þurfum að spila á tveimur völlum í einu allt mótið og því miður er bara einn völlur á Þingeyri. Við höfum ekki forsendur í dag til að setja mótið á tvo daga en í sumar munum við skoða þau mál ef deildin stækkar enn meira“, segir Karl. Mótið hefst kl. 10 og lýkur síðdegis. Nánari upplýsingar má finna á [v+]http://www.kfi.is/fantadeild/[v-]vef Fantadeildarinnar[slod-]. Af vef BB á [v+]http://www.bb.is/[v-]vestfjörðum[slod-]
Um 120 þátttakendur á Fantamóti
13 apr. 2005Körfuknattleiksmót í Fantadeildinni verður haldið í Bolungarvík á laugardag og er það fyrsta mót deildarinnar í vetur. „Við ætluðum að halda mót 2. apríl en þá var ófært yfir á suðurfirðina og mótinu því aflýst. Við vonum bara að veðurguðirnir verði okkur nú hliðhollir“, segir Karl Jónsson, einn af stjórnendum deildarinnar. Þátttakendur koma frá Bolungarvík, Ísafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Alls taka um 120 krakkar á aldrinum 10-11 ára þátt og hefur deildin stækkað um tæplega helming síðan í fyrra. Fantadeildin er ætluð sem samstarfsvettvangur körfuknattleiksliða á Vestfjörðum og eitt helsta markmið hennar er að ná til smærri byggðarlaga í fjórðungnum. „Mótið um næstu helgi átti að vera á Þingeyri en fjöldi þátttakenda er svo mikill að hann mundi sprengja húsið þar utan af sér. Við þurfum að spila á tveimur völlum í einu allt mótið og því miður er bara einn völlur á Þingeyri. Við höfum ekki forsendur í dag til að setja mótið á tvo daga en í sumar munum við skoða þau mál ef deildin stækkar enn meira“, segir Karl. Mótið hefst kl. 10 og lýkur síðdegis. Nánari upplýsingar má finna á [v+]http://www.kfi.is/fantadeild/[v-]vef Fantadeildarinnar[slod-]. Af vef BB á [v+]http://www.bb.is/[v-]vestfjörðum[slod-]