13 apr. 2005Sex leikmenn munu reyna með sér í þriggja stiga skotkeppninni sem haldin verður í tenglum við stjörnuleik FIBA Europe á Kýpur á morgun. Bosníumaðurinn Damir Mrsic leikmaður Fenerbahce fer fyrir skyttunum, en hann sýnir engin ellimerki þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Mrsic gerði gæfumuninn fyrir Fenerbahce í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League, er hann skoraði 37 stig gegn Besiktas. Mrsic var með 26 stig að meðaltali í leikjunum milli tyrknesku liðanna og var með 45% nýtingu í þriggja stiga skotum. Auk Mrsic taka þeir Marcelo Nicola frá BC Kyiv, Khalid El-Amin frá Besiktas og Shammond Williams frá UNICS Kazan, þátt í þrigga stiga keppninni. Williams var með 47% nýtingu í vetur, Nicola með 43,9% og El-Amin með 35,5%, en var stigahæstur allra keppendanna með 20,4 stig að meðaltali í leik. Að auki taka tveir heimamenn (frá Kýpur) þátt í keppninni. Panagiotis Serdaris frá Dentalcon Apoel og Nicolas Papadopoulos frá Intercollege Etha Engomi. Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00 á morgun, en útsendingin á Sýn hefst kl. 15:30. Gaman verður að fylgjast með Jóni Arnóri Stefánssyni í leiknum, en hann mun samkvæmt heimildum kki.is verða í gríðalega góðu formi þessa dagana. mt: Oscar Torres er í heimsúrvalinu gegn Jóni Arnóri og félögum í stjörnuleik FIBA Europe á morgun.
Mrsic fer fyrir langskyttunum
13 apr. 2005Sex leikmenn munu reyna með sér í þriggja stiga skotkeppninni sem haldin verður í tenglum við stjörnuleik FIBA Europe á Kýpur á morgun. Bosníumaðurinn Damir Mrsic leikmaður Fenerbahce fer fyrir skyttunum, en hann sýnir engin ellimerki þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Mrsic gerði gæfumuninn fyrir Fenerbahce í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League, er hann skoraði 37 stig gegn Besiktas. Mrsic var með 26 stig að meðaltali í leikjunum milli tyrknesku liðanna og var með 45% nýtingu í þriggja stiga skotum. Auk Mrsic taka þeir Marcelo Nicola frá BC Kyiv, Khalid El-Amin frá Besiktas og Shammond Williams frá UNICS Kazan, þátt í þrigga stiga keppninni. Williams var með 47% nýtingu í vetur, Nicola með 43,9% og El-Amin með 35,5%, en var stigahæstur allra keppendanna með 20,4 stig að meðaltali í leik. Að auki taka tveir heimamenn (frá Kýpur) þátt í keppninni. Panagiotis Serdaris frá Dentalcon Apoel og Nicolas Papadopoulos frá Intercollege Etha Engomi. Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00 á morgun, en útsendingin á Sýn hefst kl. 15:30. Gaman verður að fylgjast með Jóni Arnóri Stefánssyni í leiknum, en hann mun samkvæmt heimildum kki.is verða í gríðalega góðu formi þessa dagana. mt: Oscar Torres er í heimsúrvalinu gegn Jóni Arnóri og félögum í stjörnuleik FIBA Europe á morgun.